Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Bandaríkjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 07:00 Guðný Ósk segir brasilísku rassasöguna helst hafa farið á flug í Bandaríkjunum. Vísir Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna. „Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira