Versluninni Borg í Grímsnesi lokað Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 6. mars 2024 16:22 Verslunin Borg á Grímsnei hefur verið viðkomustaður ferðalanga á Suðurlandi um árabil. Vísir/Magnús Hlynur Eigendur verslunarinnar á Borg í Grímsnesi segjast ekki lengur geta barist fyrir lífinu í búðinni. Brunaútsala verður næstu daga en versluninni verður lokað á næstunni. „Skjótt skipast veður í lofti og það er með mikinn harm í brjósti sem þessi póstur er skrifaður. Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund,“ segja verslunareigendur í hópi velunnara verslunarinnar á Facebook. „Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir Hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af.“ Björg hefur rekið verslunina undanfarin ár. Nú er komið að tímamótum.Vísir/Magnús Hlynur Brunasala verður í versluninni á föstudag og laugardag á meðan eitthvað verður til. „Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt Takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar Ragnarsdóttur, Dodda, Sigurjóns og Siggu. Magnús Hlynur tók hús á Björgu verslunareiganda árið 2020. Hafa gefið allt í reksturinn „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt. Við erum búin að setja allt sem við eigum í þetta. Bæði lífið og sálina og líkamann. En þegar við höfum ekki nema sumartraffíkina, við höfum ekki heimamenn með okkur yfir veturinn, þá bara gengur þetta ekki. Þó svo að við höfum velvild allra heimamanna, það vantar ekkert upp á það,“ segir Björg í samtali við Vísi. Þá segir Björg að þau fari út úr rekstrinum með vissu um að þau hafi staðið sig vel. „Þó að við hefðum viljað vera aðeins lengur. En það er bara svona.“ Hún segir að næst taki við langþráð sumarfrí, það fyrsta frá árinu 2019 og hún muni finna sér eitthvað annað að gera eftir sumarið. Bróðir hennar sem hefur staðið að rekstrinum með henni hafi þegar ákveðið að vinna áfram í sveitinni, enda sé þar gott að vera. Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45 Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45 Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00 Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
„Skjótt skipast veður í lofti og það er með mikinn harm í brjósti sem þessi póstur er skrifaður. Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund,“ segja verslunareigendur í hópi velunnara verslunarinnar á Facebook. „Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir Hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af.“ Björg hefur rekið verslunina undanfarin ár. Nú er komið að tímamótum.Vísir/Magnús Hlynur Brunasala verður í versluninni á föstudag og laugardag á meðan eitthvað verður til. „Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt Takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar Ragnarsdóttur, Dodda, Sigurjóns og Siggu. Magnús Hlynur tók hús á Björgu verslunareiganda árið 2020. Hafa gefið allt í reksturinn „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt. Við erum búin að setja allt sem við eigum í þetta. Bæði lífið og sálina og líkamann. En þegar við höfum ekki nema sumartraffíkina, við höfum ekki heimamenn með okkur yfir veturinn, þá bara gengur þetta ekki. Þó svo að við höfum velvild allra heimamanna, það vantar ekkert upp á það,“ segir Björg í samtali við Vísi. Þá segir Björg að þau fari út úr rekstrinum með vissu um að þau hafi staðið sig vel. „Þó að við hefðum viljað vera aðeins lengur. En það er bara svona.“ Hún segir að næst taki við langþráð sumarfrí, það fyrsta frá árinu 2019 og hún muni finna sér eitthvað annað að gera eftir sumarið. Bróðir hennar sem hefur staðið að rekstrinum með henni hafi þegar ákveðið að vinna áfram í sveitinni, enda sé þar gott að vera.
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45 Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45 Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00 Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45
Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45
Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00
Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00