Versluninni Borg í Grímsnesi lokað Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 6. mars 2024 16:22 Verslunin Borg á Grímsnei hefur verið viðkomustaður ferðalanga á Suðurlandi um árabil. Vísir/Magnús Hlynur Eigendur verslunarinnar á Borg í Grímsnesi segjast ekki lengur geta barist fyrir lífinu í búðinni. Brunaútsala verður næstu daga en versluninni verður lokað á næstunni. „Skjótt skipast veður í lofti og það er með mikinn harm í brjósti sem þessi póstur er skrifaður. Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund,“ segja verslunareigendur í hópi velunnara verslunarinnar á Facebook. „Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir Hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af.“ Björg hefur rekið verslunina undanfarin ár. Nú er komið að tímamótum.Vísir/Magnús Hlynur Brunasala verður í versluninni á föstudag og laugardag á meðan eitthvað verður til. „Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt Takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar Ragnarsdóttur, Dodda, Sigurjóns og Siggu. Magnús Hlynur tók hús á Björgu verslunareiganda árið 2020. Hafa gefið allt í reksturinn „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt. Við erum búin að setja allt sem við eigum í þetta. Bæði lífið og sálina og líkamann. En þegar við höfum ekki nema sumartraffíkina, við höfum ekki heimamenn með okkur yfir veturinn, þá bara gengur þetta ekki. Þó svo að við höfum velvild allra heimamanna, það vantar ekkert upp á það,“ segir Björg í samtali við Vísi. Þá segir Björg að þau fari út úr rekstrinum með vissu um að þau hafi staðið sig vel. „Þó að við hefðum viljað vera aðeins lengur. En það er bara svona.“ Hún segir að næst taki við langþráð sumarfrí, það fyrsta frá árinu 2019 og hún muni finna sér eitthvað annað að gera eftir sumarið. Bróðir hennar sem hefur staðið að rekstrinum með henni hafi þegar ákveðið að vinna áfram í sveitinni, enda sé þar gott að vera. Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45 Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45 Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00 Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
„Skjótt skipast veður í lofti og það er með mikinn harm í brjósti sem þessi póstur er skrifaður. Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund,“ segja verslunareigendur í hópi velunnara verslunarinnar á Facebook. „Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir Hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af.“ Björg hefur rekið verslunina undanfarin ár. Nú er komið að tímamótum.Vísir/Magnús Hlynur Brunasala verður í versluninni á föstudag og laugardag á meðan eitthvað verður til. „Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt Takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar Ragnarsdóttur, Dodda, Sigurjóns og Siggu. Magnús Hlynur tók hús á Björgu verslunareiganda árið 2020. Hafa gefið allt í reksturinn „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt. Við erum búin að setja allt sem við eigum í þetta. Bæði lífið og sálina og líkamann. En þegar við höfum ekki nema sumartraffíkina, við höfum ekki heimamenn með okkur yfir veturinn, þá bara gengur þetta ekki. Þó svo að við höfum velvild allra heimamanna, það vantar ekkert upp á það,“ segir Björg í samtali við Vísi. Þá segir Björg að þau fari út úr rekstrinum með vissu um að þau hafi staðið sig vel. „Þó að við hefðum viljað vera aðeins lengur. En það er bara svona.“ Hún segir að næst taki við langþráð sumarfrí, það fyrsta frá árinu 2019 og hún muni finna sér eitthvað annað að gera eftir sumarið. Bróðir hennar sem hefur staðið að rekstrinum með henni hafi þegar ákveðið að vinna áfram í sveitinni, enda sé þar gott að vera.
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45 Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45 Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00 Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45
Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45
Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00
Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00