Tveggja milljarða baðlón byggt í Laugarási í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2024 21:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar og Hjalti Gylfason einn af eigendum Mannverks, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja baðlóninu í Laugarási en þau eru hér ásamt forsvarsmönnum verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt baðlón fyrir ferðamenn í Laugarási í Bláskógabyggð en hópur fjárfesta kemur að verkefninu, sem hefur verið í undirbúningi síðustu tíu ár. Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira