Fimm leiðir til að kveikja neistann eftir framhjáhald Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:31 Getty Framhjáhald er með því versta sem getur komið fyrir ástarsambönd. Hvort sem um ræðir líkamlegt eða andlegt framhjáhald. Ef pör ákveða að leggja svikin á bakvið sig og bjarga sambandinu krefst það mikillar einbeitingar og skuldbindingar af hálfu beggja aðila. Á danska lífstílsefnum Alt.dk má finna fimm ráð til fólks í þessari stöðu. 1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty Ástin og lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty
Ástin og lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira