Innlent

Fara yfir öryggis­búnað og upp­færa hættu­mat

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði í Stafdal um helgina.
Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði í Stafdal um helgina. Visit Seyðisfjörður

Almannavarnanefnd Austurlands hefur ásamt sveitarfélögunum Múlaþingi og Fjarðabyggð hafið vinnu við að rýna verkferla varðandi skíðasvæðin í Stafdal og Oddsskarði. Snjóflóð féllu þar um síðustu helgi.

Í tilkynningu frá almannavarnarnefnd Austurlands segir að farið verði yfir öryggisbúnað, þjálfun starfsmanna, hættumat, áætlanagerð og fleira. Vinnan verður þverfagleg en að henni munu koma fagaðilar eins og Veðurstofa Íslands, svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi og lögregla.

Tvö flekaflóð féllu í Oddsskarði um helgina og eitt í Stafdal. Tveir drengir urðu fyrir snjóflóðinu í Stafdal.

Lögreglan segir að áhersla verði lögð á að ljúka þessari vinnu sem fyrst.


Tengdar fréttir

Snjóflóðahætta á Norðurlandi og Austfjörðum

Varasamar snjóaðstæður eru á Norðurlandi og á Austfjörðum. Talsvert hefur snjóað á Austfjörðum og nýr snjór sem fallið hefur síðan á þriðjudag virðist bindast illa við eldri snjó sem hefur gengið í gegnum hláku.

Tveir þrettán ára drengir lentu í snjó­flóði

Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×