Þetta segir Vilhjálmur Birgissson formaður Starfsgreinasambandsins en við heyrum í honum og fleiri aðilum um þetta mál í hádegisfréttum okkar.
Þá fjöllum við um nýframkomið frumvarp þingmanna Viðreisnar um dánaraðstoð sem verður lögleg hér á landi ef það nær fram að ganga.
Einnig fylgjumst við störfum þingsins en utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.
Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um Subwaydeild karla í körfunni en hún rúllar af stað á ný eftir hlé. Svo verður litið á handboltann þar sem svokölluð bikarvika stendur nú yfir.