Líklegt þykir að Maurizio Sarri láti staðar numið sem knattspyrnustjóri Lazio eftir tímabilið. Liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik fyrir Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni.
Nokkrir hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Lazio, meðal annars Scaloni sem lék með liðinu á árunum 2007-13.
Scaloni hefur stýrt argentínska landsliðinu frá 2018. Undir hans stjórn vann Argentína Suður-Ameríkukeppnina 2021 og HM ári seinna.
Raffaele Palladino, stjóri Monza, hefur einnig verið orðaður við Lazio sem og Alberto Gilardino, stjóri Genoa.