Hefur aldrei heyrt um meint líkindi og horfir ekki á formúluna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. mars 2024 14:01 Vilhjálmur Birgisson er ekki mikill áhugamaður um Formúlu 1. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi og formaður Starfsgreinasambands Íslands segist aldrei hafa heyrt um það að hann sé líkur Jos Verstappen, föður heimsmeistarans í Formúlu 1, Max Verstappen. Glöggir aðdáendur formúlunnar vöktu athygli á meintum líkindum þeirra Vilhjálms og Jos í Facebook hópi aðdáenda formúlunnar. Jos Verstappen hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna innanhúserja innan Red Bull liðsins sem hefur farið með himinskautum í íþróttinni undanfarin ár. Vilhjálmur hefur ekki heyrt minnst á líkindin við Jos Verstappen, fyrr en nú. Skjáskot Þar hefur Jos lýst því yfir opinberlega að hann vilji losna við Christian Horner liðsstjóra liðsins. Horner hefur sjálfur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur en hann var til rannsóknar vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu. Hann var hreinsaður af öllum ásökunum en daginn eftir var skilaboðum hans til konunnar lekið til fjölmiðla. Hann er giftur kryddpíunni Geri Halliwell sem mætti á formúluna í Bahrain síðustu helgi og var þar af flestum talin vera mætt til þess að stemma stigu við háværum skilnaðarorðrómum. Jos var sjálfur ökumaður í formúlunni en þó aldrei eins sigursæll og sonur hans sem unnið hefur heimsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár. Þá eiga þeir Jos og Vilhjálmur það sameiginlegt að segja alltaf sína meiningu. Hvorugur er hræddur við að taka slaginn þegar nauðsyn ber undir. Fréttastofa bar það undir Vilhjálm hvort hann hefði áður fengið að heyra af því að hann ætti mögulegan tvífara í hinum hollenska Jos. „Nei veistu ég hef ekki fengið ábendingu um þessi samlíkingu og nei ég hef ekki fylgst mikið með formúlunni.“ Grín og gaman Stéttarfélög Akranes Tengdar fréttir Kyssti eiginmanninn í skugga skandals Kryddpían Geri Halliwell mætti á fyrstu keppni formúlunnar í ár í Bahrain í gær til að vera viðstödd keppnina ásamt eiginmanni sínum Christian Horner. Um stuðningsyfirlýsingu er að ræða að sögn erlendra miðla. 3. mars 2024 10:38 Friðarviðræður milli umboðsmanns Verstappens og Horners Umboðsmaður Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1, hitti Christian Horner, liðsstjóra Red Bull, á friðarfundi vegna ástandsins innan herbúða liðsins. 5. mars 2024 13:00 Ráku konuna sem sakar Horner um óviðeigandi hegðun Konan, sem starfaði hjá Formúlu 1 liði Red Bull Racing og sakar liðsstjórann Christian Horner um óviðeigandi hegðun, hefur verið leyst frá störfum. Þetta staðfestir talsmaður Red Bull samsteypunnar í samtali við BBC. 7. mars 2024 14:08 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Glöggir aðdáendur formúlunnar vöktu athygli á meintum líkindum þeirra Vilhjálms og Jos í Facebook hópi aðdáenda formúlunnar. Jos Verstappen hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna innanhúserja innan Red Bull liðsins sem hefur farið með himinskautum í íþróttinni undanfarin ár. Vilhjálmur hefur ekki heyrt minnst á líkindin við Jos Verstappen, fyrr en nú. Skjáskot Þar hefur Jos lýst því yfir opinberlega að hann vilji losna við Christian Horner liðsstjóra liðsins. Horner hefur sjálfur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur en hann var til rannsóknar vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu. Hann var hreinsaður af öllum ásökunum en daginn eftir var skilaboðum hans til konunnar lekið til fjölmiðla. Hann er giftur kryddpíunni Geri Halliwell sem mætti á formúluna í Bahrain síðustu helgi og var þar af flestum talin vera mætt til þess að stemma stigu við háværum skilnaðarorðrómum. Jos var sjálfur ökumaður í formúlunni en þó aldrei eins sigursæll og sonur hans sem unnið hefur heimsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár. Þá eiga þeir Jos og Vilhjálmur það sameiginlegt að segja alltaf sína meiningu. Hvorugur er hræddur við að taka slaginn þegar nauðsyn ber undir. Fréttastofa bar það undir Vilhjálm hvort hann hefði áður fengið að heyra af því að hann ætti mögulegan tvífara í hinum hollenska Jos. „Nei veistu ég hef ekki fengið ábendingu um þessi samlíkingu og nei ég hef ekki fylgst mikið með formúlunni.“
Grín og gaman Stéttarfélög Akranes Tengdar fréttir Kyssti eiginmanninn í skugga skandals Kryddpían Geri Halliwell mætti á fyrstu keppni formúlunnar í ár í Bahrain í gær til að vera viðstödd keppnina ásamt eiginmanni sínum Christian Horner. Um stuðningsyfirlýsingu er að ræða að sögn erlendra miðla. 3. mars 2024 10:38 Friðarviðræður milli umboðsmanns Verstappens og Horners Umboðsmaður Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1, hitti Christian Horner, liðsstjóra Red Bull, á friðarfundi vegna ástandsins innan herbúða liðsins. 5. mars 2024 13:00 Ráku konuna sem sakar Horner um óviðeigandi hegðun Konan, sem starfaði hjá Formúlu 1 liði Red Bull Racing og sakar liðsstjórann Christian Horner um óviðeigandi hegðun, hefur verið leyst frá störfum. Þetta staðfestir talsmaður Red Bull samsteypunnar í samtali við BBC. 7. mars 2024 14:08 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Kyssti eiginmanninn í skugga skandals Kryddpían Geri Halliwell mætti á fyrstu keppni formúlunnar í ár í Bahrain í gær til að vera viðstödd keppnina ásamt eiginmanni sínum Christian Horner. Um stuðningsyfirlýsingu er að ræða að sögn erlendra miðla. 3. mars 2024 10:38
Friðarviðræður milli umboðsmanns Verstappens og Horners Umboðsmaður Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1, hitti Christian Horner, liðsstjóra Red Bull, á friðarfundi vegna ástandsins innan herbúða liðsins. 5. mars 2024 13:00
Ráku konuna sem sakar Horner um óviðeigandi hegðun Konan, sem starfaði hjá Formúlu 1 liði Red Bull Racing og sakar liðsstjórann Christian Horner um óviðeigandi hegðun, hefur verið leyst frá störfum. Þetta staðfestir talsmaður Red Bull samsteypunnar í samtali við BBC. 7. mars 2024 14:08