Ísrael án stærstu stjörnunnar gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 23:31 Manor Solomon var keyptur til Tottenham í fyrrasumar en hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu fimm mánuði, vegna meiðsla. Getty/Stephanie Meek Ísraelsmenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins mikilvæga við Ísland, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta, samkvæmt ísraelskum miðlum. Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00