Martin var með flestar stoðsendingar fyrir Alba Berlín í kvöld eða átta, stal boltanum þrisvar, skoraði þrjú stig og tók þrjú fráköst.
Heimamenn komust hins vegar í 23-10 í fyrsta leikhluta og voru átta stigum yfir í hálfleik, 42-34. Þeir byrjuðu seinni hálfleik einnig af krafti og náðu sextán stiga forskoti, 63-47.
Alba Berlín er neðst í EuroLeague með fimm sigra í 28 leikjum en Baskonia er í 8. sæti með fimmtán sigra.
Jón Axel öflugur á Alicante
Eins og fyrr segir var Jón Axel, félagi Martins úr íslenska landsliðinu, einnig að spila á Spáni í kvöld en það var í spænsku B-deildinni. Hann fagnaði sigri því lið hans Alicante vann Hestia Menorca 67-61.
Alicante er nú í 3. sæti með 39 stig, þremur stigum á eftir toppliði Leyma Coruna eftir 23 umferðir af 34. Ljóst að liðið er að minnsta kosti á leið í umspil um sæti í efstu deild en efsta liðið kemst beint upp.
Jón Axel var stoðsendingahæstur með fimm slíkar, skoraði níu stig og tók fimm fráköst.