„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 12:30 DeAndre Kane tekur hér utan um eyrað sitt í leiknum í Keflavík í gær. S2 Sport Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum