Ósátt með að fá ekki sæti í áhættunefnd borgarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 23:34 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áhættunefndina lið í skilvirkri fjármálastjórn borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru því sammála, en eru ósátt með að fá ekki sæti í nefndinni. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur skipað áhættunefnd borgarinnar til að efla fjármálastjórn borgarinnar. Fulltrúar Sjálsfstæðisflokks eru ósáttir við að eiga ekki fulltrúa í nefndinni. Nefndarmenn eru borgarstjóri, formaður borgarráðs, borgarritari og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs. Í samtali við mbl.is segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri að skipun nefndarinnar sé einn liður í „eflingu fjármálastjórnar borgarinnar“. „Þetta tekur mið af öllum veigamestu þáttunum sem ráða því hvort okkur gengur vel eða ekki, áhættustýring er vel þekkt stjórnunartæki sem mikilvægt er að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki nýti sér og við erum bara að innleiða það,“ er haft eftir Einari. Sjálfsagt að minnihlutinn fái að vera með Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist í tilkynningu vera sáttur við stofnun nefndarinnar. Eðlilegt sé að slík nefnd sé stofnuð „enda glímir borgin við fjárhagserfiðleika og ljóst að áhætta eykst eftir því sem skuldirnar vaxa“. „Hins vegar teljum við sjálfsagt að minnihluti borgarstjórnar fái aðild að slíkri nefnd enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald,“ segir Kjartan. Tillaga þess efnis var hins vegar felld af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi borgarráðs. Skýtur skökku við Í tillögunni segir að verkefni nefndarinnar verða ærin. „Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram,“ segir í tillögunni og enn fremur: „Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Nefndarmenn eru borgarstjóri, formaður borgarráðs, borgarritari og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs. Í samtali við mbl.is segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri að skipun nefndarinnar sé einn liður í „eflingu fjármálastjórnar borgarinnar“. „Þetta tekur mið af öllum veigamestu þáttunum sem ráða því hvort okkur gengur vel eða ekki, áhættustýring er vel þekkt stjórnunartæki sem mikilvægt er að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki nýti sér og við erum bara að innleiða það,“ er haft eftir Einari. Sjálfsagt að minnihlutinn fái að vera með Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist í tilkynningu vera sáttur við stofnun nefndarinnar. Eðlilegt sé að slík nefnd sé stofnuð „enda glímir borgin við fjárhagserfiðleika og ljóst að áhætta eykst eftir því sem skuldirnar vaxa“. „Hins vegar teljum við sjálfsagt að minnihluti borgarstjórnar fái aðild að slíkri nefnd enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald,“ segir Kjartan. Tillaga þess efnis var hins vegar felld af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi borgarráðs. Skýtur skökku við Í tillögunni segir að verkefni nefndarinnar verða ærin. „Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram,“ segir í tillögunni og enn fremur: „Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira