Ósátt með að fá ekki sæti í áhættunefnd borgarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 23:34 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áhættunefndina lið í skilvirkri fjármálastjórn borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru því sammála, en eru ósátt með að fá ekki sæti í nefndinni. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur skipað áhættunefnd borgarinnar til að efla fjármálastjórn borgarinnar. Fulltrúar Sjálsfstæðisflokks eru ósáttir við að eiga ekki fulltrúa í nefndinni. Nefndarmenn eru borgarstjóri, formaður borgarráðs, borgarritari og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs. Í samtali við mbl.is segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri að skipun nefndarinnar sé einn liður í „eflingu fjármálastjórnar borgarinnar“. „Þetta tekur mið af öllum veigamestu þáttunum sem ráða því hvort okkur gengur vel eða ekki, áhættustýring er vel þekkt stjórnunartæki sem mikilvægt er að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki nýti sér og við erum bara að innleiða það,“ er haft eftir Einari. Sjálfsagt að minnihlutinn fái að vera með Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist í tilkynningu vera sáttur við stofnun nefndarinnar. Eðlilegt sé að slík nefnd sé stofnuð „enda glímir borgin við fjárhagserfiðleika og ljóst að áhætta eykst eftir því sem skuldirnar vaxa“. „Hins vegar teljum við sjálfsagt að minnihluti borgarstjórnar fái aðild að slíkri nefnd enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald,“ segir Kjartan. Tillaga þess efnis var hins vegar felld af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi borgarráðs. Skýtur skökku við Í tillögunni segir að verkefni nefndarinnar verða ærin. „Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram,“ segir í tillögunni og enn fremur: „Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Nefndarmenn eru borgarstjóri, formaður borgarráðs, borgarritari og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs. Í samtali við mbl.is segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri að skipun nefndarinnar sé einn liður í „eflingu fjármálastjórnar borgarinnar“. „Þetta tekur mið af öllum veigamestu þáttunum sem ráða því hvort okkur gengur vel eða ekki, áhættustýring er vel þekkt stjórnunartæki sem mikilvægt er að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki nýti sér og við erum bara að innleiða það,“ er haft eftir Einari. Sjálfsagt að minnihlutinn fái að vera með Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist í tilkynningu vera sáttur við stofnun nefndarinnar. Eðlilegt sé að slík nefnd sé stofnuð „enda glímir borgin við fjárhagserfiðleika og ljóst að áhætta eykst eftir því sem skuldirnar vaxa“. „Hins vegar teljum við sjálfsagt að minnihluti borgarstjórnar fái aðild að slíkri nefnd enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald,“ segir Kjartan. Tillaga þess efnis var hins vegar felld af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi borgarráðs. Skýtur skökku við Í tillögunni segir að verkefni nefndarinnar verða ærin. „Þýðingarmikil gögn verða lögð fram á fundum hennar og þar gefast kjörnum fulltrúum dýrmæt tækifæri til fræðslu, kynningar og umfjöllunar. Hafa ber í huga að Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald og því er eðlilegt að þegar undirnefndir eru skipaðar á hennar vegum sé þess gætt að þar séu fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Á þetta einkum við um nefndir með mikilvægt eftirlitshlutverk þar sem viðamikil gögn í þýðingarmiklum málum verða lögð fram,“ segir í tillögunni og enn fremur: „Það skýtur því skökku við að borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að tveir fulltrúar meirihluta séu í áhættunefnd en enginn fulltrúi minnihluta. Slík afstaða brýtur gegn leikreglum um lýðræði og eðlilegan aðgang kjörinna fulltrúa að upplýsingum. Sú ákvörðun, að skipa aðeins fulltrúa meirihluta í áhættunefnd, er hluti af viðleitni meirihlutans að takmarka upplýsingagjöf um fjármál borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira