Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 11:11 Landsréttur sýknaði ríkið í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent