Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 17:57 Páfinn við bænakall í morgun. EPA Ummæli sem Frans páfi lét falla í viðtali um að Úkraínumenn ættu að hafa kjarkinn til þess að stilla til friðar og binda enda á stríðið gegn Rússlandi hafa vakið hörð viðbrögð. Stjórnmálamenn frá bæði Úkraínu og Evrópu hafa fordæmt ummælin. Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila