Lífið samstarf

Fermingargjöfin sem stenst tímans tönn

Klukkan.is
Björg Máney Byron aðstoðarverslunarstjóri Klukkunnar segir úr og skart njóta mikilla vinsælda til fermingargjafa.
Björg Máney Byron aðstoðarverslunarstjóri Klukkunnar segir úr og skart njóta mikilla vinsælda til fermingargjafa. Arnór Trausti

„Ég hef oft heyrt að fólk vilji gefa eitthvað í fermingargjöf sem fermingarbarnið mun eiga til lífstíðar. Ég tek eftir því að það sem helst fer í fermingarpakkann eru úr og við erum með mikið úrval af skarti og úrum fyrir öll,“ segir Björg Máney Byron aðstoðarverslunarstjóri Klukkunnar en Klukkan hefur staðið vaktina síðan 1975.

„Úr er alltaf kassísk fermingargjöf og meirihlutinn af úrum sem eru gefin eru hefðbundin úr með skífu, hvort sem þau eru sjálfvinda (automatic) eða ganga fyrir rafhlöðu (quartz). Snjallúr hafa ekki verið að fara eins mikið í pakkana en ég held að aðal ástæðan fyrir því er að flest fólk á snjallúr en vantar að bæta við sig klassísku úri sem er einnig hægt að nota í veislum og fyrir önnur tilefni,“ segir Björg.

Bæði spari og hversdags

„Fyrir strákana eru mest tekin gæða úr sem er hægt að nota bæði sem spari og hversdags. Úr sem eru ekki of gróf en er samt tekið eftir og við eigum til nóg af svoleiðis úrum. Mesta úrvalið okkar er frá Tommy Hilfiger en Armani úrin hafa einnig notið mikilla vinsælda hjá strákunum.

Nýjasta línan frá Casio fæst í Klukkunni.

Dæmi um mjög fallegt og stílhreint úr er þetta Casio úr. Það er með hvítri skífu en þessi týpa kemur einnig í nokkrum litum en þetta er nýjasta línan sem við erum með frá Casio. Við höfum bætt við okkur nýjum litum á skífunum nánast 1x í mánuði síðan við fengum fyrstu týpuna.

Við bættum við okkur merkinu Swiss Military Hanowa rétt fyrir jól sem hefur rokið út. Í þeim úrum er svissneskt verk og rispufrítt gler og hér er um að ræða gæða úr á mjög góðu verði. Við eigum einnig til nóg af herraskarti en ég hef tekið eftir því að það er að aukast að strákar noti armbönd. Frá Tommy Hilfiger erum við með mesta úrvalið, bæði leðurarmbönd og keðju,“ segir Björg.

Minimalísk úr njóta vinsælda

„Stelpurnar hafa einnig verið að fá úr í fermingarpakkann en fyrir þær eru helst tekin Tommy Hilfiger, Skagen og Michael Kors. Hjá Tommy Hilfiger er hægt að finna margar týpur af úrum en vinsælust eru úr með ca 34mm skífu og ekki mikið á skífunni sjálfri annað en vísarnir. Skagen býður upp á skandinavískt úr, sem hefur einnig mjög einfalt og hreint útlit á meðan Michael Kors úrin eru orðin aðeins sparilegri," útskýrir Björg.

Armband frá Michael KorsArnór Trausti

„Skartið er líka gríðarlega vinsælt fyrir stelpurnar en Michael Kors á lang vinsælustu skartgripalínuna okkar um þessar mundir og við eigum mikið og flott úrval frá þeim. Skartgripirnir þeirra eru flestir úr silfri en það er hægt að finna mjög minimalíska skartgripi frá þeim ásamt skarti sem ber mikið af steinum.“

Glæsilegt skart úr smiðju Michael KorsArnór Trausti

Skart úr stáli sem þarf aldrei að taka af sér

„Svo kemur merkið okkar Mira sterkt inn en frá Mira hafa vinsælustu skartgripirnir verið armbandskeðjur kallaðar Cuban og Cord sem henta fyrir öll, ásamt hálsmenum í stíl. Þau fást í svörtu, gylltu og silfurlitu en þessi silfurlituðu eru greinilega lang mest keypt.

Mira er í dálitlu uppáhaldi hjá mér en það er hægt að finna skart fyrir nánast hvaða tilefni sem er í því merki á mjög hagstæðu verði. Skartgripirnir eru úr stáli og mér finnst gullhúðin á því haldast betur en á nokkru öðru sem ég hef prófað. Stálið gerir það að verkum að maður þarf aldrei að taka gripina af sér, þetta má allt saman fara í sturtu og sund og jafnvel í sjóinn.“

Fallegar gullkeðjur frá Mira.

Krossar eru einnig alltaf jafn vinsælir í fermingarpakkann og eins eigum við líka til fullt af settum, eyrnalokkar og hálsmen saman eða úr og hálsmen eða annað skart saman í pakka.

Gjafabréfin renna aldrei út

„Úrvalið okkar er slíkt að við getum boðið upp á vörur allt frá 1.990 kr.- og upp úr. Þar get ég helst nefnt Casio úr, og flesta skartgripina frá Mira. Svo eigum við þessa fallegu lokka sem er hægt að nota alla daga, bæði hversdags og spari. En fyrir þau sem hafa ekki hugmynd um hvað eigi að gefa og eru með ákveðna upphæð í huga bjóðum við upp á að kaupa gjafabréf. Þá er hægt að velja þína upphæð og gjafabréfið rennur aldrei út. 

Arnór Trausti

Falleg skrín undir úr og skart

„Við eigum til fullt af skarti sem er hægt að kaupa heilu settin af. Það er undantekning ef það er ekki til eitthvað í stíl. Svo hef ég tekið eftir að það er alltaf að aukast að blanda saman ólíkum skartgripum, nú er komið í tísku að blanda saman silfri og gylltu og jafnvel lituðum steinum eða perlum með.“

Þetta skartgripaskrín er ekki of fyrirferðamikið en getur geymt mikið magn af skarti.

„Ef fermingarbarnið á nóg af úrum eigum við líka til margskonar úraskrín í nokkrum litum og gerðum. Frá því að geyma 1 úr upp í 18 úr. Sama á við um skartgripina, við eigum til nokkrar gerðir af skartgripaskrínum, stór skrín, miðlungs og ferðaskrín.“

Þetta úraskrín er fyrir 5 úr. Mér finnst mikill kostur að geta séð hvaða úr eru í skríninu án þess að þurfa að opna skrínið. Það gerir mikið fyrir fataskápinn

„Við erum líka með gjafahugmyndir inni á síðunni okkar þar sem við tökum saman vörur sem eru t.d. undir 10.000 kr.-, gjafahugmyndir, fermingagjafahugmyndir og jólagjafahugmyndir svo eitthvað sé nefnt. Svo erum við einnig byrjuð að blogga aðeins og eru nú þegar komin blogg um ástargjafir fyrir hana vegna konudagsins og Valentínusardagsins.

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á framúrskarandi og persónulega þjónustu og okkur finnst rosalega skemmtilegt að taka á móti fólki í verslunum okkar í Kringlunni og á Nýbýlavegi 10. Við viljum að allir gangi glaðir út úr verslunum okkar og því finnst okkur mikilvægt að geta orðið að þörfum viðskiptavina okkar," segir Björg.

„Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á framúrskarandi og persónulega þjónustu.“Arnór Trausti





Fleiri fréttir

Sjá meira


×