Vargöld í Haítí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2024 16:34 Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár. Átök hafa færst í aukana síðustu vikur. EPA Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna. Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna.
Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51
Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06
Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent