Sport

Boston verður í vand­ræðum undir lok stóru leikjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jayson Tatum er lykilleikmaður Boston Celtics og einn af bestu leikmönnum deildarinnar .
Jayson Tatum er lykilleikmaður Boston Celtics og einn af bestu leikmönnum deildarinnar . Vísir/getty

Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður farið yfir lokaandartökin í leik Boston Celtics og Denver Nuggets sem fram fór á dögunum en Nuggets vann þann leik nokkuð tæpt undir lokin.

Umræðan fer út í það hvort þetta séu líklegustu liðin til þess að mætast í úrslitum NBA-deildarinnar enda er Celtics langefsta liðið í austurdeildinni og Nuggets í öðru sæti í vesturdeildinni og ríkjandi meistarar.

„Ég myndi enn þá halda að það væru efasemdir hvernig Boston ætti að ráða við þá og hvernig þeirra ákvarðanir eru undir lok leikja þegar mikil spenna er. Og sérstaklega hjá Joe Mazulla [þjálfari Boston] að það hefur loðað við hans feril að ná ekki að klára stóru leikina þegar þeir eru jafnir. Svo spilar líka Jayson Tatum inn í líka, við höfum alveg séð hann klára stóra leiki, en Joe Mazulla finnst mér ekki grípa inn í á réttum augnablikum,“ segir Hörður Unnsteinsson í þættinum sem verður á Stöð 2 Sport 2 í kvöld klukkan 20:00.

Klippa: Boston verður í vandræðum undir lok stóru leikjanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×