Var heimilislaus þegar hún reyndi fyrir sér í Idol Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 07:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata er mikil söngkona. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók þátt í allra fyrstu seríunni af Idol Stjörnuleit árið 2004, þá 21 árs gömul. Hún komst áfram eftir fyrstu áheyrnarprufurnar en komst ekki í þá síðustu eftir að hafa fengið ofsakvíðakast og endað í sjúkrabíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“ Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“
Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira