Gobert og félagar máttu þola tap gegn Cleveland í framlengdum leik. Ekki nóg með það heldur virðist leikurinn hafa kostað Gobert hundrað þúsund Bandaríkjadali eða 14 milljónir íslenskra króna.
Rudy Gobert gets a technical foul for making the money sign at officials after fouling out. pic.twitter.com/AXdGSkowMU
— The Comeback (@thecomeback) March 9, 2024
Eftir að dómarar leiksins dæmdu Gobert ekki i hag gerði hann svokallað „peningamerki“ með fingrunum og fékk tæknivillu í kjölfarið. Nú hefur verið staðfest að hinn franski Gobert hafi verið sektaður duglega fyrir athæfið.
Atvikið átti sér stað í fjórða leikhluta þegar Minnesota var einu stigi yfir. Eins og áður sagði fór leikurinn í framlengingu og þar hafði Cleveland betur.
From @TheAthletic: The NBA fined Minnesota Timberwolves center Rudy Gobert $100,000 the largest fine issued to a player not suspended this season. He is lucky he didn t get suspended, given the severity of his insinuation. https://t.co/85QNQMxdV8
— The New York Times (@nytimes) March 11, 2024
Þrátt fyrir að vera ekki dæmdur í leikbann var Gobert hvergi sjáanlegur þegar Minnesota tapaði fyrir Los Angeles Lakers á sunnudagskvöld. Var það fimmta tap liðsins í síðustu tíu leikjum. Minnesota er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 44 sigra í 65 leikjum.