Boeing-uppljóstrari fannst látinn í miðjum málaferlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:47 John Barnett leitaði til fjölmiðla árið 2019 og ljóstraði upp um galla í Boeing 787 Dreamliner flugvélunum. Getty/Alexi Rosenfeld Fyrrverandi starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing, sem ljóstraði upp um galla í framleiðslu flugvéla Boeing, fannst látinn í Bandaríkjunum. Dagana fyrir andlátið hafði hann borið vitni fyrir dómi gegn framleiðandanum. John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45
Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent