Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 07:03 Rauði krossinn í Rússlandi hefur verið sakaður um að ganga erinda stjórnvalda og taka afstöðu gegn Úkraínu. Getty/Yevhen Titov Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira