Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 07:03 Rauði krossinn í Rússlandi hefur verið sakaður um að ganga erinda stjórnvalda og taka afstöðu gegn Úkraínu. Getty/Yevhen Titov Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira