Ariel Henry tók þessa ákvörðun eftir að leiðtogar á svæðinu hittust á Jamaíka til að ræða ástandið. Henry er nú strandaglópur í Puertó Rico eftir að glæpagengin meinuðu honum að snúa aftur til síns heima. Hann hafði farið til Kenýa til þess að freista þess að fá Sameinuðu þjóðirnar til þess að senda friðargæslulið til landsins til að róa ástandið.
Henry, sem var settur forsætisráðherra tímabundið árið 2021 eftir að forseti landsins var myrtur, hefur verið gagnrýndur fyrir að blása ekki til forsetakosninga. Glæpahópar gerðu síðan einskonrar uppreisn á dögunum og nú ríkir neyðarástand þar.