Formúla 1

Krefst ellefu milljarða króna í skaða­bætur

Aron Guðmundsson skrifar
Felipe Massa (til hægri) og Lewis Hamilton (til vinstri) háðu harða baráttu tímabilið 2008 í Formúlu 1 mótaröðinni
Felipe Massa (til hægri) og Lewis Hamilton (til vinstri) háðu harða baráttu tímabilið 2008 í Formúlu 1 mótaröðinni Vísir/Getty

Feli­pe Massa, fyrr­verandi öku­þór í For­múlu 1 móta­röðinni, hefur stefnt Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandinu (FIA), For­múlu 1 og Berni­e Ecc­lestone fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóra mótaraðarinnar og krefst því sem nemur rúmum ellefu milljörðum ís­lenskra króna í skaða­bætur vegna skaða sem hann, sem ökuþór Ferrari árið 2008, kveðst hafa hlotið vegna Cras­hgate hneykslis­málsins svo­kallaða.

At­burða­rásin í Crash­gate hneykslis­málinu, sem átti sér stað tíma­bilið 2008 í For­múlu 1, er orðin vel þekkt. Þar eru helstu stjórn­endur innan For­múlu 1 og FIA, Berni­e Ecc­lestone, Max Mosl­ey og Charli­e Whiting eina helst, sakaðir um að hafa litið fram hjá því sem verður að teljast sem ansi ó­heiðar­leg vinnu­brögð Renault liðsins, undir for­svari liðs­stjórans Flavio Briator­e, á þeim tíma.

Til að draga það stutt sama telur Massa að For­múla 1 og FIA hafi tekið þátt í svindli Renault liðsins í Singa­púr kapp­akstrinum árið 2008 og að það hafi haft þau keðju­verkandi á­hrif að Massa hafi í lok tíma­bils ekki staðið uppi sem heims­meistari öku­manna hjá liði Ferrari. Um­rætt tíma­bil vann Lewis Hamilton sinn fyrsta heims­meistara­titil með liði McLaren, með einu stigi meira í stiga­keppni öku­manna heldur en Massa.

Massa hefur alveg síðan að játning Nel­son Piqu­e, þá­verandi öku­manns Renault, um að að brögð hafi verið í tafli í Singa­púr kapp­akstrinum haldið því fram að hann sé rétt­mætur For­múlu 1 heims­meistari öku­manna árið 2008.

Nú hefur hann, með hjálp lög­fræði­teymis síns, sé til þess að málið er komið á borð London High Court þar sem það bíður nú fyrir­töku.

Massa krefst 82 milljóna Banda­ríkja­dala, því sem nemur rúmum ellefu milljörðum ís­lenskra króna, í skaða­bætur vegna málsins. Sú upp­hæð tekur meðal annars mið af verð­launa­fé sem Massa telur sig hafa farið á mis við vegna málsins, sem og öðrum samningum sem heims­meistara­titill í For­múlu 1 hefði geta stuðlað að.

Til­raunir til þess að ná sáttum utan dóm­stóla hefur ekki skilað árangri. Því er málið nú komið inn á borð London High Court

Berni­e Ecc­lestone var árið 2008 fram­kvæmda­stjóri For­múlu 1 viður­kenndi það í við­tali á síðasta ári að bæði hann sem og Max Mosl­ey, þá­verandi for­­seti FIA, hafi vitað ó­heiðar­legum at­höfnum Renault liðsins í Singa­púr-kapp­akstrinum en kosið að að­hafast ekkert í málinu. 

Max Mosl­ey, fyrrum for­­seti FIA lést árið 2021 og Charli­e Whiting, sem var einnig einn af efstu stjórn­endum í kringum móta­röðina á þessum tíma, lést árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×