Formaður VR segist reikna fastlega með því að verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar en atkvæðagreiðslu lýkur á morgun.
Þá fjöllum við um ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í gær að hætta að setja umsóknir um fjölskyldusameiningu fólks frá Palestínu í forgang. Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvörðunina og segir ástandið á Gasa síst hafa skánað.
Einnig heyrum við í Grindvíkingum sem fara fram á að þeir fái stöðu fyrstu kaupenda þegar kemur að því að fjárfesta í nýrri fasteign eftir hamfarirnar í bænum.
Og í íþróttunum verður fjallað um körfubolta gærdagsins, Gísla Þorgeir og Sveindísi Jane sem gera það gott í Þýskalandi þessa dagana.