Lífið

„Já, hvernig líst þér á? Það er kviknað í húsinu“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Anna Marta bjó á bænum Hesteyri í Mjóafirði
Anna Marta bjó á bænum Hesteyri í Mjóafirði RAX

Anna Marta bjó ein á bóndabæ á Hesteyri í Mjóafirði á Austfjörðum. Hún hafði búið þar ásamt móður sinni sem var látin þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari og Jón Kalman rithöfundur hittu hana árið 1995.

Hún sagði þeim frá því þegar hún lagði sig eitt sinn í heyinu í fjárhúsinu en vaknaði við það að það hafði kviknað í húsinu og móðir hennar var föst á efri hæðinni. Anna Marta tók sig til við að bjarga móður sinni út og RAX fannst yfirvegunin í samræðum mæðgnanna í þessum aðstæðum kostuleg og minnti hann á gamlar tröllasögur.

Anna Marta var mikill dýravinur

„Það var eins og sólin væri að koma upp.“

Þannig lýsir RAX Önnu Mörtu sem var lífsglöð og hress og sagði skemmtilega frá. Þrátt fyrir að fjörðurinn sé afskekktur og lokist á veturna þá vildi hún hvergi annars staðar vera. Hún hafði félagsskap af dýrunum sínum, kúm, fuglum og hundum, sem henni þótti afskaplega vænt um og varði fuglana sína gegn ágangi fálka á svæðinu, vopnuð riffli.

Söguna um Önnu Mörtu má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.