Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:30 SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024 SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09