Um er að ræða 43,2 fermetra íbúð með sérinngangi á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá árinu 1913.
Rakel er mikil smekkmanneskja og hefur komið sér afar vel fyrir í þessari notalegu íbúð. Listaverk hennar má sjá víða um íbúðina sem einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum.


Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús sem er opið til borðstofu og stofu, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Þvottaaðstaða er innan íbúðar.
Í eldhúsi er nýleg stálinnrétting sem setur skemmtilegan svip á rýmið til móts við gráu veggina sem eru málaðir með svokallaðri kalkáferð.
Svefnherbergi er rúmgott og bjart með fatahengi með harðparket á gólfum. Baðherbergi er flísalagt, með sturtubaðkari og hvítri innréttingu.



Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.