Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2024 14:07 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“ Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“
Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent