Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Hamar 103-72 | Hamarsmenn í gini ljónsins Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. mars 2024 18:30 Chaz Williams var öflugur í sigrinum á Hamar í kvöld. Vísir/Diego Það voru Njarðvíkingar sem settu tóninn strax í upphafi leiks þegar Chaz Williams stal boltanum af Ragnari Nathanaelssyni og keyrði á körfuna fyrir auðveld fyrstu stig í leiknum. Njarðvíkingar voru búnir að fá stig á töfluna frá öllum fimm byrjunarliðsmönnum sínum þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru búnar af leiknum í stöðunni 14-8. Heimamenn voru mun betri í fyrsta leikhluta og leiddu öruggt og sanngjarnt 33-17. Annar leikhluti var aðeins rólegri hjá heimamönnum en þeir gerðu þó nóg til þess að halda aftur af gestunum frá Hveragerði. Sóknarleikurinn var gestunum svolítið erfiður og til marks um það voru Hamarsmenn með sextán tapaða bolta í fyrri hálfleik á móti fimm töpuðum boltum frá Njarðvík. Njarðvíkingar leiddu nokkuð þægilega með sautján stiga mun þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 50-33. Dwayne Lautier-Ogunleye leiddi sóknarleik Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum með þrettán stig. Björn Ásgeir var atkvæðamestur í liði gestana með tólf. Það breyttist ekki mikið í þriðja leikhluta þar sem Njarðvíkingar héldu áfram að byggja við forskot sitt. Heimamenn settu niður full auðveldar körfur á köflum á meðan það gekk lítið upp hjá gestunum. Njarðvíkingar fóru að lokum inn í síðasta leikhlutann með 21 stigs forskot 80-59 og von gestana var því afskapleg veik fyrir síðustu tíu mínúturnar. Heimamenn gengu frá leiknum í fjórða leikhluta og áttu gestirnir frá Hveragerði erfitt uppdráttar. Njarðvík fór að rúlla bekkinn og gefa mínútur og fór svo að Njarðvík hafði sannfærandi sigur 103-72. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar mættu einfaldlega bara mun beittari til leiks og það var ljóst nánast frá fyrstu mínútum leiksins í hvað stefndi. Hamar áttu fá ef einhver svör við leik heimamanna sem fóru að lokum með sanngjarnan og sannfærandi sigur. Hverjir stóðu upp úr? Maður sá það strax í upphitun að heimamenn voru vel gíraðir. Dwayne Lautier-Ogunleye var í stuði í upphitun og það fylgdi honum inn í leikinn. Hann og Chaz Williams áttu flottan leik. Báðir fóru yfir 20 stigin, Chaz Williams með 24 á meðan Dwayne var með 21. Chaz Williams var einnig öflugur varnarlega og stal boltanum fjórum sinnum af Hamri. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hamars var alls ekki nógu góður. Mikið um tæknifeila og til marks um það enduðu gestirnir með 22 tapaða bolta. Lentu líka í villuvandræðum þegar leið á leikinn svo róðurinn var þungur. Hvað gerist næst? Njarðvík fær ekki mikla hvíld en þeir fá Breiðablik í heimsókn strax á mánudaginn í frestuðum leik. Hamar fær Þór Þ. Í heimsókn á Skírdag. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Hulda Margrét „Chaz pakkaði okkur bara saman hérna bæði í vörn og sókn“ „Okkur vantar leikstjórnandann okkar og Chaz pakkaði okkur bara saman hérna bæði í vörn og sókn. Okkur vantar alveg helvíti mikið hérna og vorum þegar þunnir. Við reyndum okkar allra besta og þetta voru úrslitin úr því. Ég nenni heldur ekki að fara kryfja eitthvað leiðinlegt hérna,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars eftir leikinn í kvöld. Halldór Karl gat þó fundið eitthvað jákvætt úr þessum leik þrátt stórt tap. „Menn eru bara að fá mínútur sem mun reynast þeim vel í framtíðinni. Ég hefði viljað að Simmi hefði fengið að spila aðeins meira hérna, fékk fimm villur voðalega ódýrt. Hann var ótrúlega flottur þegar hann var inná, plús mínus núll þegar hann var inná og var hreyfanlegur varnarlega. Annars voru menn að fá að spila á móti alvöru mönnum hérna og það mun reynast þeim vel í framtíðinni,“ sagði Halldór. Hamar lenti í smá villu vandræðum í leiknum Halldóri Karli fannst leikurinn þó ekki endilega vera mjög líkamlegur. „Mér fannst það vera bara bæði og. Það var þó á köflum eins og dómararnir væru ekki alveg að nenna þessu heldur hérna eins og sumir. Við vorum með allt og mörg klikk og mjög spes haustbragur á mörgum hérna sem er mjög spes þar sem það eru bara tveir leikir eftir,“ sagði Halldór. „Það er margt búið að þróast illa með okkur sem er mjög leiðinlegt, leikmannamál og annað eftir að við fórum í breytingar þá fóru margir boltar að rúlla sem voru mjög leiðinlegir fyrir okkur. Vonandi næst þegar við komumst í úrvalsdeild þá verðum við reynslunni ríkari og sjáum hvernig við viljum gera þetta aðeins betur. Ég held að það sé svona aðalmálið,“ sagði Halldór. Benedikt GuðmundssonVísir/Hulda Margrét „Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. „Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Hamar
Það voru Njarðvíkingar sem settu tóninn strax í upphafi leiks þegar Chaz Williams stal boltanum af Ragnari Nathanaelssyni og keyrði á körfuna fyrir auðveld fyrstu stig í leiknum. Njarðvíkingar voru búnir að fá stig á töfluna frá öllum fimm byrjunarliðsmönnum sínum þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru búnar af leiknum í stöðunni 14-8. Heimamenn voru mun betri í fyrsta leikhluta og leiddu öruggt og sanngjarnt 33-17. Annar leikhluti var aðeins rólegri hjá heimamönnum en þeir gerðu þó nóg til þess að halda aftur af gestunum frá Hveragerði. Sóknarleikurinn var gestunum svolítið erfiður og til marks um það voru Hamarsmenn með sextán tapaða bolta í fyrri hálfleik á móti fimm töpuðum boltum frá Njarðvík. Njarðvíkingar leiddu nokkuð þægilega með sautján stiga mun þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 50-33. Dwayne Lautier-Ogunleye leiddi sóknarleik Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum með þrettán stig. Björn Ásgeir var atkvæðamestur í liði gestana með tólf. Það breyttist ekki mikið í þriðja leikhluta þar sem Njarðvíkingar héldu áfram að byggja við forskot sitt. Heimamenn settu niður full auðveldar körfur á köflum á meðan það gekk lítið upp hjá gestunum. Njarðvíkingar fóru að lokum inn í síðasta leikhlutann með 21 stigs forskot 80-59 og von gestana var því afskapleg veik fyrir síðustu tíu mínúturnar. Heimamenn gengu frá leiknum í fjórða leikhluta og áttu gestirnir frá Hveragerði erfitt uppdráttar. Njarðvík fór að rúlla bekkinn og gefa mínútur og fór svo að Njarðvík hafði sannfærandi sigur 103-72. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar mættu einfaldlega bara mun beittari til leiks og það var ljóst nánast frá fyrstu mínútum leiksins í hvað stefndi. Hamar áttu fá ef einhver svör við leik heimamanna sem fóru að lokum með sanngjarnan og sannfærandi sigur. Hverjir stóðu upp úr? Maður sá það strax í upphitun að heimamenn voru vel gíraðir. Dwayne Lautier-Ogunleye var í stuði í upphitun og það fylgdi honum inn í leikinn. Hann og Chaz Williams áttu flottan leik. Báðir fóru yfir 20 stigin, Chaz Williams með 24 á meðan Dwayne var með 21. Chaz Williams var einnig öflugur varnarlega og stal boltanum fjórum sinnum af Hamri. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hamars var alls ekki nógu góður. Mikið um tæknifeila og til marks um það enduðu gestirnir með 22 tapaða bolta. Lentu líka í villuvandræðum þegar leið á leikinn svo róðurinn var þungur. Hvað gerist næst? Njarðvík fær ekki mikla hvíld en þeir fá Breiðablik í heimsókn strax á mánudaginn í frestuðum leik. Hamar fær Þór Þ. Í heimsókn á Skírdag. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Hulda Margrét „Chaz pakkaði okkur bara saman hérna bæði í vörn og sókn“ „Okkur vantar leikstjórnandann okkar og Chaz pakkaði okkur bara saman hérna bæði í vörn og sókn. Okkur vantar alveg helvíti mikið hérna og vorum þegar þunnir. Við reyndum okkar allra besta og þetta voru úrslitin úr því. Ég nenni heldur ekki að fara kryfja eitthvað leiðinlegt hérna,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars eftir leikinn í kvöld. Halldór Karl gat þó fundið eitthvað jákvætt úr þessum leik þrátt stórt tap. „Menn eru bara að fá mínútur sem mun reynast þeim vel í framtíðinni. Ég hefði viljað að Simmi hefði fengið að spila aðeins meira hérna, fékk fimm villur voðalega ódýrt. Hann var ótrúlega flottur þegar hann var inná, plús mínus núll þegar hann var inná og var hreyfanlegur varnarlega. Annars voru menn að fá að spila á móti alvöru mönnum hérna og það mun reynast þeim vel í framtíðinni,“ sagði Halldór. Hamar lenti í smá villu vandræðum í leiknum Halldóri Karli fannst leikurinn þó ekki endilega vera mjög líkamlegur. „Mér fannst það vera bara bæði og. Það var þó á köflum eins og dómararnir væru ekki alveg að nenna þessu heldur hérna eins og sumir. Við vorum með allt og mörg klikk og mjög spes haustbragur á mörgum hérna sem er mjög spes þar sem það eru bara tveir leikir eftir,“ sagði Halldór. „Það er margt búið að þróast illa með okkur sem er mjög leiðinlegt, leikmannamál og annað eftir að við fórum í breytingar þá fóru margir boltar að rúlla sem voru mjög leiðinlegir fyrir okkur. Vonandi næst þegar við komumst í úrvalsdeild þá verðum við reynslunni ríkari og sjáum hvernig við viljum gera þetta aðeins betur. Ég held að það sé svona aðalmálið,“ sagði Halldór. Benedikt GuðmundssonVísir/Hulda Margrét „Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. „Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“