Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 13:31 Mark Coleman drýgði svo sannarlega hetjudáð á dögunum er hann bjargaði foreldrum sínum úr brennandi húsi Vísir/Samsett mynd Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu. MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu.
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira