Åge ánægður með að Gylfi sé óánægður 15. mars 2024 16:35 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Þar var hann spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshópinn fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku. Vísir/Getty Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku var opinberaður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið staðfest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sjálfur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun landsliðsþjálfarans Åge Hareide. Norðmaðurinn sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag og var spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í landsliðið. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira