Refsing fótboltamannsins staðfest Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 15:59 Landsréttur staðfesti dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Þriggja ára fangelsisrefsing Demetrius Allen, bandarísks karlmanns sem leikið hefur amerískan fótbolta hér á landi, fyrir nauðgun hefur verið staðfest. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira