Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2024 10:01 Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, segir það ekki auðvelt fyrir B-mann eins og hann að vakna snemma á morgnana. Enda fari hann iðulega of seint að sofa. Fyrir vikið á hann það til að sofna á stöðum þar sem næði gefst til og fólk getur ekki talað við hann. Vísir/Vilhelm Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Stilli vekjarann á símanum klukkan 6.30 en er yfirleitt kominn í sturtuna um klukkan 6.45. Það er nokkuð mikið átak fyrir mig að vakna snemma því ég er mikil B-týpa að eðlisfari.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á engiferskoti, tvöföldum expresso og ristaðri brauðsneið með osti og loka svo morgunverðinu með einu haustkexi. Ég reyni svo eins oft og ég get að drífa mig niður í vinnu og hitta á leiðsögumennina og aðra starfsmenn áður en þeir fara af stað með ferðamenn í að njóta ævintýra Íslands. Ef ég er seinna á ferðinni þá hringi ég gjarnan í Eystein Pétur Lárusson framkvæmdastjóra Breiðabliks og fer yfir stöðuna á Breiðablik, en ég er formaður félagsins.“ Skemmtilegasti útileikurinn þegar þú varst lítill? „Þegar ég var lítil var ég heltekinn af fótbolta og það komst ekkert annað að, þannig að það var eiginlega eini útileikurinn. Ég var með vinum í fótbolta alla daga frá morgni til kvölds. Ég ólst upp í vesturbænum í Kópavogi og var öllum stundum að leika mér á Rútstúni við sundlaug Kópavogs eða á Vallargerðivelli. Mamma þurfti oft að sækja mig í mat, því tímaskynið var ekkert þegar við vorum á fullu mikilvægum í leikjum.“ Það þurfti oft að sækja Ásgeir í mat þegar verið var að spila fótbolta á Rútstúninu við sundlaug Kópavogs þegar hann var lítill. Enda tímaskynið ekkert þegar verið var að spila mikilvæga leiki eins og upplifunin var þá. Í skipulagi er Ásgeir að reyna að tileinka sér Asana.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Helstu verkefni mín hjá Arctic Adventures er að byggja upp fyrirtækið bæði með innri og ytri vexti. Við erum á síðustu misserum búin að vera að endurskipuleggja hjá okkur sölu- og markaðsstarfið, en erum einnig að undirbúa stækkun á hótelsstarfsemi okkar. Þá höfum við verið að leggja lokahönd á stefnumótun félagsins og nú liggur fyrir að fara innleiða hana stefnuna.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég mætti svo sannarlega vera skipulagðari, en ég er að reyna að tileinka mér að nota Asana. Almennt reyni ég að renna yfir dagskrá morgundagsins kvöldið áður, þannig að ég komi sæmilega undirbúinn fyrir fundi og verkefni dagsins.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er með þann vonda eiginleika að framleiðni mín er hvað mest milli klukkan ellefu og eitt á kvöldin og því fer ég iðulega alltof seint að sofa. Í staðinn freistast ég oft til að vinna upp uppsafnaða svefnþörf í flugvélum, leikhúsi, tónleikum, kirkjum og öðrum stöðum þar maður getur komið sér þægilega fyrir og fólk þarf ekki að tala við mig.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Stilli vekjarann á símanum klukkan 6.30 en er yfirleitt kominn í sturtuna um klukkan 6.45. Það er nokkuð mikið átak fyrir mig að vakna snemma því ég er mikil B-týpa að eðlisfari.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á engiferskoti, tvöföldum expresso og ristaðri brauðsneið með osti og loka svo morgunverðinu með einu haustkexi. Ég reyni svo eins oft og ég get að drífa mig niður í vinnu og hitta á leiðsögumennina og aðra starfsmenn áður en þeir fara af stað með ferðamenn í að njóta ævintýra Íslands. Ef ég er seinna á ferðinni þá hringi ég gjarnan í Eystein Pétur Lárusson framkvæmdastjóra Breiðabliks og fer yfir stöðuna á Breiðablik, en ég er formaður félagsins.“ Skemmtilegasti útileikurinn þegar þú varst lítill? „Þegar ég var lítil var ég heltekinn af fótbolta og það komst ekkert annað að, þannig að það var eiginlega eini útileikurinn. Ég var með vinum í fótbolta alla daga frá morgni til kvölds. Ég ólst upp í vesturbænum í Kópavogi og var öllum stundum að leika mér á Rútstúni við sundlaug Kópavogs eða á Vallargerðivelli. Mamma þurfti oft að sækja mig í mat, því tímaskynið var ekkert þegar við vorum á fullu mikilvægum í leikjum.“ Það þurfti oft að sækja Ásgeir í mat þegar verið var að spila fótbolta á Rútstúninu við sundlaug Kópavogs þegar hann var lítill. Enda tímaskynið ekkert þegar verið var að spila mikilvæga leiki eins og upplifunin var þá. Í skipulagi er Ásgeir að reyna að tileinka sér Asana.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Helstu verkefni mín hjá Arctic Adventures er að byggja upp fyrirtækið bæði með innri og ytri vexti. Við erum á síðustu misserum búin að vera að endurskipuleggja hjá okkur sölu- og markaðsstarfið, en erum einnig að undirbúa stækkun á hótelsstarfsemi okkar. Þá höfum við verið að leggja lokahönd á stefnumótun félagsins og nú liggur fyrir að fara innleiða hana stefnuna.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég mætti svo sannarlega vera skipulagðari, en ég er að reyna að tileinka mér að nota Asana. Almennt reyni ég að renna yfir dagskrá morgundagsins kvöldið áður, þannig að ég komi sæmilega undirbúinn fyrir fundi og verkefni dagsins.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er með þann vonda eiginleika að framleiðni mín er hvað mest milli klukkan ellefu og eitt á kvöldin og því fer ég iðulega alltof seint að sofa. Í staðinn freistast ég oft til að vinna upp uppsafnaða svefnþörf í flugvélum, leikhúsi, tónleikum, kirkjum og öðrum stöðum þar maður getur komið sér þægilega fyrir og fólk þarf ekki að tala við mig.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00
„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00
Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00
„Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00
Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00