Sorgardagur í Odessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 21:27 Ljósmyndin sem var dreift af úkraínskum stjórnvöldum er sögð sýna viðbragðsaðila á vettvangi árásarinnar í Odessa. AP/Úkraínsk stjórnvöld Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila