Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 15:30 Dúi fékk verðskuldaða vatnsgusu frá félögunum eftir leik vísir / anton brink Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag. Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira