Sport

Fá­dæma ó­heppni Kol­beins: „Hallaði mér al­veg utan í vælu­bílinn“

Aron Guðmundsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur
Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur Vísir/Rúnar

Kol­beinn Kristins­son, eini at­vinnu­maður okkar Ís­lendinga í hnefa­leikum hefur verið ein­stak­lega ó­heppinn undan­farna mánuði. Þrátt fyrir skakka­föll eru draumar hans í hnefa­leikum enn til staðar. Kol­beinn ætlar sér að verða heims­meistari.

„Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bar­dagann brýt ég baug­fingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í að­gerð í kjöl­farið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bar­daga sem átti að fram þann 9.mars síðast­liðinn,“ segir Kol­beinn í sam­tali við Vísi.

„En viti menn, tíu dögum fyrir þann bar­daga braut ég bein í löngu­töng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftir­kvilla af að­gerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“

Kol­beinn hitti sér­fræðing á fimmtu­daginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar.

„Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í við­bót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda að­eins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“

Það eru væntan­lega nógu skýr fyrir­mæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af ó­þarfa?

„Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka að­eins á. Það er flott að hafa ein­hverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“

Kol­beinn viður­kennir að hafa hallað sér utan í vælu­bílinn í einn dag.

„En svo er það bara á­fram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tæki­færi. Núna fæ ég tæki­færi til þess að vinna í á­kveðnum hlutum sem eru kannski auk­a­t­riði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“

Vísir/Rúnar

Og Kol­beinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem at­vinnu­maður í hnefa­leikum getur átt.

„Maður vill bara bara verða heims­meistari. Það er tak­markið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að upp­fylla þann draum minn. Eigin­leikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tæki­færin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu.

Það er bara fulla ferð á­fram. Vonandi fæ ég bar­daga í maí næst­komandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bar­dögum og komast í top mixið í þunga­vigtinni. Reyna svo að fá risa­bar­daga á næsta ári.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×