Súrrealískt að djamma með Zöru Larsson Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. mars 2024 12:00 Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga, skemmti sér vel með Zöru Larsson um helgina. Aðsend „Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. Zara Larsson hélt tónleika í Hörpu á laugardagskvöld, tók sjálfur með eldgosinu og skellti sér svo á flöskuborð á skemmtistaðnum AUTO. Aðdáendur hennar reyndu eftir bestu getu að smella mynd af henni en DJ Gugga átti ekki í vandræðum með það. „Vá hvar á ég að byrja. Ég heldur betur mætti í Eldborg í Hörpu og fékk að sjá sturlað show hjá minni konu Zöru Larsson. Eftir tónleika var ég í svo miklum gír að ég varð að fá að dansa aðeins og svo við fórum á Auto,“ segir Gugga um þetta kvöld. Ævintýrið byrjaði á Instagram Fyrir nokkrum mánuðum hafði Gugga byrjað að fylgja Norah, plötusnúði Zöru Larsson, á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég sendi honum skilaboð að mér þætti hann frábær DJ og ég elskaði orkuna hans. Stuttu seinna fékk ég svar að hann hefði skoðað Instagram aðganginn minn og hann væri í sömu stöðu, fyndist ég sjúklega nett og hann væri að elska DJ víbrurnar hjá mér. Á þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um að hann væri að koma með henni til Íslands. Við áttum mjög krúttlegar og sætar samræður á Instagram á þessum tíma. Fyrir svona viku síðan fékk ég svo skilaboð frá honum að hann væri að koma með Zöru til Íslands, myndi sömuleiðis spila á AUTO og sagði að það væri gaman ef við myndum hittast. Maður hugsar sig ekki tvisvar um þegar maður fær svona boð! Þegar hann mætti til Íslands var hann duglegur að senda á mig og bauð mér að hitta allt crewið á AUTO. Ég náttúrulega bjóst núll við því að Zara yrði þar en viti menn, auðvitað var hún með.“ Dregin upp á vaktað flöskuborð Gugga skellti sér því á AUTO eftir tónleikana að dansa með vinkonum sínum. „Allt í einu var farið að vakta eitt flöskuborð og fylltist allt af öryggisvörðum í kringum það. Ég hugsaði með mér okei það er einhvað að gerast. Ég hélt áfram að dansa og áttaði mig ekki á því en allt í einu var Zara Larsson mætt upp á flöskuborðið á AUTO og allt liðið hennar með henni. Hóparnir byrjuðu að troðast í kringum borðið að taka upp myndbönd af henni og áður en ég veit af tekur einhver í höndina mína og togar mig upp á flöskuborðið. Ég hugsaði bara hvað er að gerast, má ég alveg vera hérna? Þegar ég leit upp var það Norah að toga mig upp á flöskuborðið þeirra. Ég settist niður hjá þeim og byrjaði bara aðeins að spjalla við Norah. Hann var svo forvitinn um væb-ið á klúbbnum og spurði mig hvernig það væri. Hann langaði að spila Rihönnu og var að velta fyrir sér hvort það myndi ekki passa þarna. Ég persónulega elska Rihönnu og ég sagði við hann Norah upp á svið með þig, það elska allir Rihönnu.“ Áður en Gugga kvaddi Zöru fékk hún skvísumynd af þeim saman. Zara er orðinn mikill Íslandsvinur og skartaði sömuleiðis skartgripum frá íslensku startgripahönnuninni Sign. Skartgripalínan heitir Eldur og ís. Aðsend Þurfti að nudda augun þegar Zara gekk til hennar Stuttu síðan áttar Gugga sig á því að það væri einhver mikið að horfa til hennar. „Ég þurfti alveg að nudda augun þrisvar sinnum þegar ég sé að Zara Larsson er að labba í áttina að mér. Það náttúrlega var enginn á þessu flöskuborði, nema ég og svona sjö manns svo það fór ekki framhjá henni að allt í einu sat ég þarna hjá henni. Norah segir henni: „Hey Zara þetta er DJ Gugga sem ég var að segja þér frá“. Hún henti strax bara í: „Oh hey DJ Gugga hey I love you“ og gaf mér svo sætasta faðmlag sem ég hef fengið. Hún segir þetta örugglega við alla aðdáendur sína en mér leið mjög sérstakri í mómentinu,“ segir Gugga og hlær. „Ég hélt að hún myndi ekki skipta sér meira af mér eða bara henda mér af borðinu þar til ég áttaði mig á því að ég var bara í hörku samræðum við hana, hún bara stoppaði ekki að spjalla við mig. Ég í alvörunni get varla sagt þér hvað við vorum að tala um því ég var bara í einhverju blackout-i. Ég hef í alvörunni ekki hugmynd um hvað ég var að segja við hana. Hún var mjög forvitinn um mig og Ísland og svo bauð hún mér bara að setjast með þeim.“ Gugga og Zara Larsson áttu skemmtilegt spjall að sögn Guggu. Aðsend Hentu í drottningarmynd saman Gugga segir að þetta hafi allt saman verið frekar súrrealískt. „Þetta var svo fyndið því að ég var að spjalla við hana og ég var eins og fimm ára stelpa og aðdáandi en á sama tíma var ég að reyna að vera mjög kúl og nett, segir Gugga hlæjandi og bætir við: „Ég sat örugglega með þeim í svona tuttugu mínútur og þau voru öll svo ótrúlega næs og skemmtileg. Við dönsuðum svo bara aðeins saman og svo hugsaði ég: Þetta er komið gott. Ég vildi ekki vera of mikið ofan í þeim og vildi leyfa þeim að njóta kvöldsins. Hún faðmaði mig bless og ég sagði við hana að við þyrftum nú að henda í eina mynd af drottningunum saman. Hún var meira en til í það. Á meðan ég stóð þarna upp leit ég niður og þá sá ég bara allar vinkonur mínar og fullt af einhverju liði með símana uppi og í sjokki. Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns.“ View this post on Instagram A post shared by DJ GUGGA (@gudbjorgyr) Gugga heyrði svo í Norah, plötusnúði Zöru daginn eftir. „Hann sagði að hann væri svo mikið til í að hittast aftur og eiga gott kvöld saman þar sem þau væru kannski ekki í tónleikaferðalagi. Ég á að heyra í þeim ef ég kem til Stokkhólms eða þau koma aftur til íslands. Svo ætli maður sé bara ekki að fara að bóka sér ferð til Stokkhólms,“ segir Gugga brosandi að lokum. Tónleikar á Íslandi Tónlist Næturlíf Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Zara Larsson hélt tónleika í Hörpu á laugardagskvöld, tók sjálfur með eldgosinu og skellti sér svo á flöskuborð á skemmtistaðnum AUTO. Aðdáendur hennar reyndu eftir bestu getu að smella mynd af henni en DJ Gugga átti ekki í vandræðum með það. „Vá hvar á ég að byrja. Ég heldur betur mætti í Eldborg í Hörpu og fékk að sjá sturlað show hjá minni konu Zöru Larsson. Eftir tónleika var ég í svo miklum gír að ég varð að fá að dansa aðeins og svo við fórum á Auto,“ segir Gugga um þetta kvöld. Ævintýrið byrjaði á Instagram Fyrir nokkrum mánuðum hafði Gugga byrjað að fylgja Norah, plötusnúði Zöru Larsson, á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég sendi honum skilaboð að mér þætti hann frábær DJ og ég elskaði orkuna hans. Stuttu seinna fékk ég svar að hann hefði skoðað Instagram aðganginn minn og hann væri í sömu stöðu, fyndist ég sjúklega nett og hann væri að elska DJ víbrurnar hjá mér. Á þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um að hann væri að koma með henni til Íslands. Við áttum mjög krúttlegar og sætar samræður á Instagram á þessum tíma. Fyrir svona viku síðan fékk ég svo skilaboð frá honum að hann væri að koma með Zöru til Íslands, myndi sömuleiðis spila á AUTO og sagði að það væri gaman ef við myndum hittast. Maður hugsar sig ekki tvisvar um þegar maður fær svona boð! Þegar hann mætti til Íslands var hann duglegur að senda á mig og bauð mér að hitta allt crewið á AUTO. Ég náttúrulega bjóst núll við því að Zara yrði þar en viti menn, auðvitað var hún með.“ Dregin upp á vaktað flöskuborð Gugga skellti sér því á AUTO eftir tónleikana að dansa með vinkonum sínum. „Allt í einu var farið að vakta eitt flöskuborð og fylltist allt af öryggisvörðum í kringum það. Ég hugsaði með mér okei það er einhvað að gerast. Ég hélt áfram að dansa og áttaði mig ekki á því en allt í einu var Zara Larsson mætt upp á flöskuborðið á AUTO og allt liðið hennar með henni. Hóparnir byrjuðu að troðast í kringum borðið að taka upp myndbönd af henni og áður en ég veit af tekur einhver í höndina mína og togar mig upp á flöskuborðið. Ég hugsaði bara hvað er að gerast, má ég alveg vera hérna? Þegar ég leit upp var það Norah að toga mig upp á flöskuborðið þeirra. Ég settist niður hjá þeim og byrjaði bara aðeins að spjalla við Norah. Hann var svo forvitinn um væb-ið á klúbbnum og spurði mig hvernig það væri. Hann langaði að spila Rihönnu og var að velta fyrir sér hvort það myndi ekki passa þarna. Ég persónulega elska Rihönnu og ég sagði við hann Norah upp á svið með þig, það elska allir Rihönnu.“ Áður en Gugga kvaddi Zöru fékk hún skvísumynd af þeim saman. Zara er orðinn mikill Íslandsvinur og skartaði sömuleiðis skartgripum frá íslensku startgripahönnuninni Sign. Skartgripalínan heitir Eldur og ís. Aðsend Þurfti að nudda augun þegar Zara gekk til hennar Stuttu síðan áttar Gugga sig á því að það væri einhver mikið að horfa til hennar. „Ég þurfti alveg að nudda augun þrisvar sinnum þegar ég sé að Zara Larsson er að labba í áttina að mér. Það náttúrlega var enginn á þessu flöskuborði, nema ég og svona sjö manns svo það fór ekki framhjá henni að allt í einu sat ég þarna hjá henni. Norah segir henni: „Hey Zara þetta er DJ Gugga sem ég var að segja þér frá“. Hún henti strax bara í: „Oh hey DJ Gugga hey I love you“ og gaf mér svo sætasta faðmlag sem ég hef fengið. Hún segir þetta örugglega við alla aðdáendur sína en mér leið mjög sérstakri í mómentinu,“ segir Gugga og hlær. „Ég hélt að hún myndi ekki skipta sér meira af mér eða bara henda mér af borðinu þar til ég áttaði mig á því að ég var bara í hörku samræðum við hana, hún bara stoppaði ekki að spjalla við mig. Ég í alvörunni get varla sagt þér hvað við vorum að tala um því ég var bara í einhverju blackout-i. Ég hef í alvörunni ekki hugmynd um hvað ég var að segja við hana. Hún var mjög forvitinn um mig og Ísland og svo bauð hún mér bara að setjast með þeim.“ Gugga og Zara Larsson áttu skemmtilegt spjall að sögn Guggu. Aðsend Hentu í drottningarmynd saman Gugga segir að þetta hafi allt saman verið frekar súrrealískt. „Þetta var svo fyndið því að ég var að spjalla við hana og ég var eins og fimm ára stelpa og aðdáandi en á sama tíma var ég að reyna að vera mjög kúl og nett, segir Gugga hlæjandi og bætir við: „Ég sat örugglega með þeim í svona tuttugu mínútur og þau voru öll svo ótrúlega næs og skemmtileg. Við dönsuðum svo bara aðeins saman og svo hugsaði ég: Þetta er komið gott. Ég vildi ekki vera of mikið ofan í þeim og vildi leyfa þeim að njóta kvöldsins. Hún faðmaði mig bless og ég sagði við hana að við þyrftum nú að henda í eina mynd af drottningunum saman. Hún var meira en til í það. Á meðan ég stóð þarna upp leit ég niður og þá sá ég bara allar vinkonur mínar og fullt af einhverju liði með símana uppi og í sjokki. Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns.“ View this post on Instagram A post shared by DJ GUGGA (@gudbjorgyr) Gugga heyrði svo í Norah, plötusnúði Zöru daginn eftir. „Hann sagði að hann væri svo mikið til í að hittast aftur og eiga gott kvöld saman þar sem þau væru kannski ekki í tónleikaferðalagi. Ég á að heyra í þeim ef ég kem til Stokkhólms eða þau koma aftur til íslands. Svo ætli maður sé bara ekki að fara að bóka sér ferð til Stokkhólms,“ segir Gugga brosandi að lokum.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Næturlíf Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira