Tilgangur dagsins í ár er að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og mikilvægi þess að vita hvenær er stutt í grænþvott.
Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:30. Horfa má hann í beinni útsendingu hér fyrir neðan:
Dagskrá:
Better Business – Better world! Why The World Needs Business to Lead on Sustainability! How Business Can Leverage Sustainability for Business Benefits!
-Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála Deloitte á Norðurlöndum og meðeigandi.
Hvar liggja siðferðisleg mörk sjálfbærni og hvenær er stutt í grænþvott?
-Gunnar Sveinn Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni- og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi.
Pallborðsumræður: Er hægt að hagnast á sjálfbærni og má það?
-Umræðustjóri: Gunnar Sveinn Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni- og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi.
- Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
- Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
- Aðalheiður Jacobsen, eigandi og framkvæmdastjóri Netparta.
- Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins.
Fundarstjóri: Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins.