Sælgætisgerð sem byggir á íslenskri bjartsýni Freyja 19. mars 2024 10:17 Að sögn Péturs Thors Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Freyju, verður boðið upp á ýmsar skemmtilegar nýjungar í ár. Öll páskaeggin eru núna í nýjum og glæsilegum umbúðum og nýju páskaeggin eru Saltkaramellu páskaegg með stökku karamellukurli og íslensku sjávarsalti, Lakkrísbombu páskaegg með ljúffengum lakkrísbombum og Fjöregg með nammi og súkkulaðiperlum. Elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, Freyja, var stofnuð árið 1918. Á sögulegum og krefjandi tíma ákváðu nokkrir félagar að nú væri frábær tími til að setja á laggirnar sælgætisgerð. Á þessum tíma var Ísland að öðlast fullveldi frá Danmörku, spænska veikin gekk yfir Reykjavík, fyrri heimsstyrjöldinni var að ljúka og ofan á allt gaus ein stærsta eldstöð landsins, Katla. „Þetta lýsir vel þjóðarsálinni hjá okkur Íslendingum, að láta sér detta í hug að setja á fót sælgætisgerð andspænis á þessum miklu umbrotatímum í íslenskri sögu,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju. „Það er nefnilega þessi óþreytandi íslenska bjartsýni sem gerði það að verkum að sælgætisgerðin Freyja varð til.“ En það þurfti líka að finna nafn á starfsemina. „Við segjum oft þá sögu að ástæðan fyrir nafninu og kettinum í vörumerkingu sé sú að það voru kettir sem drógu vagn Freyju í norrænni goðafræði en líklegri ástæða er hins vegar sú að það vildi svo skemmtilega til að einn stofnendanna átti svarta læðu sem hann hélt mikið upp á sem hét Freyja. Því var aldrei spurning hvað sælgætisgerðin skyldi heita.“ Meira en öld síðar hefur margt breyst en annað ekki segir Pétur. „Til dæmis hefur Freyja notað í grunninn sömu súkkulaði uppskrift í 106 ár. Að vísu hefur hún verið betrumbætt einu sinni eða tvisvar á þessum tíma. M.a. fengum við nokkrar ábendingar frásérfróðum súkkulaðigerðarmeistara eftir miðja síðustu öld. Þessar ábendingar ásamt þeim metnaði að viðhalda aðferðum, uppskriftum og gæðum Freyju súkkulaðis hefur skapað hjá okkur mikla súkkulaðihefð.“ Þrátt fyrir að Freyja haldi í hefðir er hún einnig nýjungagjörn að sögn Péturs. „Freyja hefur alltaf gert vöruþróun hátt undir höfði. Um leið og við leggjum mikla áherslu á nýjungar og framþróun þá setjum við samt ekki bara hvað sem er á markað. Við stöndum ekki í vöruþróun vöruþróunarinnar vegna heldur til þess að auka veg og vanda Freyju og íslenskrar sælgætisgerðar. Þegar við þróum nýjar vörur eða viðbætur þá spyrjum við okkur ekki bara hvaða áhrif þessi vara kemur til með að hafa þetta árið í sölu heldur hvað þessi vara getur gert fyrir Freyju til framtíðar. Það sést þegar litið er yfir íslensku sælgætisflóruna að Freyja hefur haft þar mikið að segja. Freyja byrjaði til dæmis á því að setja sælgæti í súkkulaðiskelina á páskaeggjum. Það var nýtt á sínum tíma en síðan þá hefur það færst mikið í aukana og nú er úrval páskaeggja fjölbreytt og flest hver með sælgæti í skelinni.“ Það eru nokkrar nýjungar frá Freyju sem líta dagsins ljós í ár. Öll páskaeggin eru núna í nýjum og glæsilegum umbúðum sem gera eggjunum góð skil og ættu ekki að fara framhjá neinum. „Einnig eru nokkur ný páskaegg; Saltkaramellu páskaegg með stökku karamellukurli og íslensku sjávarsalti, Lakkrísbombu páskaegg með ljúffengum lakkrísbombum og Fjöregg með nammi og súkkulaðiperlum.“ Í ljósi vinsælda Draumaeggsins í gegnum árin komu lítil Draumaegg í búðir í ár en þau eru í svokallaðri desserteggja stærð og eru með málshætti. „Þau hafa vægast sagt slegið í gegn, enda seldust þau upp á lager löngu fyrir páska en ennþá er eitthvað til af þeim í verslunum. Síðan eru þessi klassísku Freyjuegg sem allir landsmenn þekkja á sínum stað en Draumaegg, Rísegg, Djúpuegg og Sterku Djúpueggin eru löngu orðin órjúfandi hluti af páskunum hjá stórum hluta íslensku þjóðarinnar.“ Þar að auki stendur Freyja fyrir Páskaleik ár hvert en inni í öllum páskaeggjum nr. 4-9 er að finna lukkumiða. Vinningarnir hafa sjaldan verið eins glæsilegir og í ár þar sem fólk getur unnið iPhone 15 Pro Max, Nintendo Switch eða árskort í bíó. Nánari upplýsingar á Freyja.is. Páskar Sælgæti Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
„Þetta lýsir vel þjóðarsálinni hjá okkur Íslendingum, að láta sér detta í hug að setja á fót sælgætisgerð andspænis á þessum miklu umbrotatímum í íslenskri sögu,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju. „Það er nefnilega þessi óþreytandi íslenska bjartsýni sem gerði það að verkum að sælgætisgerðin Freyja varð til.“ En það þurfti líka að finna nafn á starfsemina. „Við segjum oft þá sögu að ástæðan fyrir nafninu og kettinum í vörumerkingu sé sú að það voru kettir sem drógu vagn Freyju í norrænni goðafræði en líklegri ástæða er hins vegar sú að það vildi svo skemmtilega til að einn stofnendanna átti svarta læðu sem hann hélt mikið upp á sem hét Freyja. Því var aldrei spurning hvað sælgætisgerðin skyldi heita.“ Meira en öld síðar hefur margt breyst en annað ekki segir Pétur. „Til dæmis hefur Freyja notað í grunninn sömu súkkulaði uppskrift í 106 ár. Að vísu hefur hún verið betrumbætt einu sinni eða tvisvar á þessum tíma. M.a. fengum við nokkrar ábendingar frásérfróðum súkkulaðigerðarmeistara eftir miðja síðustu öld. Þessar ábendingar ásamt þeim metnaði að viðhalda aðferðum, uppskriftum og gæðum Freyju súkkulaðis hefur skapað hjá okkur mikla súkkulaðihefð.“ Þrátt fyrir að Freyja haldi í hefðir er hún einnig nýjungagjörn að sögn Péturs. „Freyja hefur alltaf gert vöruþróun hátt undir höfði. Um leið og við leggjum mikla áherslu á nýjungar og framþróun þá setjum við samt ekki bara hvað sem er á markað. Við stöndum ekki í vöruþróun vöruþróunarinnar vegna heldur til þess að auka veg og vanda Freyju og íslenskrar sælgætisgerðar. Þegar við þróum nýjar vörur eða viðbætur þá spyrjum við okkur ekki bara hvaða áhrif þessi vara kemur til með að hafa þetta árið í sölu heldur hvað þessi vara getur gert fyrir Freyju til framtíðar. Það sést þegar litið er yfir íslensku sælgætisflóruna að Freyja hefur haft þar mikið að segja. Freyja byrjaði til dæmis á því að setja sælgæti í súkkulaðiskelina á páskaeggjum. Það var nýtt á sínum tíma en síðan þá hefur það færst mikið í aukana og nú er úrval páskaeggja fjölbreytt og flest hver með sælgæti í skelinni.“ Það eru nokkrar nýjungar frá Freyju sem líta dagsins ljós í ár. Öll páskaeggin eru núna í nýjum og glæsilegum umbúðum sem gera eggjunum góð skil og ættu ekki að fara framhjá neinum. „Einnig eru nokkur ný páskaegg; Saltkaramellu páskaegg með stökku karamellukurli og íslensku sjávarsalti, Lakkrísbombu páskaegg með ljúffengum lakkrísbombum og Fjöregg með nammi og súkkulaðiperlum.“ Í ljósi vinsælda Draumaeggsins í gegnum árin komu lítil Draumaegg í búðir í ár en þau eru í svokallaðri desserteggja stærð og eru með málshætti. „Þau hafa vægast sagt slegið í gegn, enda seldust þau upp á lager löngu fyrir páska en ennþá er eitthvað til af þeim í verslunum. Síðan eru þessi klassísku Freyjuegg sem allir landsmenn þekkja á sínum stað en Draumaegg, Rísegg, Djúpuegg og Sterku Djúpueggin eru löngu orðin órjúfandi hluti af páskunum hjá stórum hluta íslensku þjóðarinnar.“ Þar að auki stendur Freyja fyrir Páskaleik ár hvert en inni í öllum páskaeggjum nr. 4-9 er að finna lukkumiða. Vinningarnir hafa sjaldan verið eins glæsilegir og í ár þar sem fólk getur unnið iPhone 15 Pro Max, Nintendo Switch eða árskort í bíó. Nánari upplýsingar á Freyja.is.
Páskar Sælgæti Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira