Besta lið Ítalíu ætlar sér að fá Albert Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 10:55 Albert Guðmundsson hefur vakið athygli stórliða með frammistöðu sinni í vetur. Getty/Simone Arveda Verðandi Ítalíumeistarar Inter hafa blandað sér í slaginn um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson sem nánast má slá föstu að verði seldur frá Genoa í sumar. Albert er núna staddur í Búdapest vegna leiksins við Ísrael í EM-umspilinu á fimmtudaginn. Á meðan flytur ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport fréttir af því að Inter ætli sér að fá hann í sínar raðir í sumar. Blaðið tekur fram að samkeppnin um Albert sé mikil og nefnir að Juventus og Tottenham hafi einnig spurst fyrir um Albert. Genoa er sagt vilja 30 milljónir evra fyrir Albert en það stöðvar ekki Inter. Forráðamenn félagsins vonast eftir að geta farið sambærilega leið og þegar Davide Frattesi kom frá Sassuolo síðasta sumar, með því að fá Albert fyrst lánaðan en skuldbinda sig til þess að kaupa hann. According to La Gazzetta dello Sport, Inter have joined the race to sign Albert Gudmundsson, but Juventus and Tottenham have also inquired about the Genoa star. https://t.co/xOCQUaknU1 #Gudmundsson #FCIM #Inter #Juve #Juventus #THFC #Genoa #Transfers— Football Italia (@footballitalia) March 19, 2024 Inter ætlar að nýta næstu vikur í að ná fremsta sæti í kapphlaupinu um Albert sem hefur farið á kostum í ítölsku A-deildinni í vetur og skorað tíu mörk. Inter, sem er með 14 stiga forskot á AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar, hefur þegar tryggt sér framherjann Mehdi Taremi sem kemur frítt frá Porto í sumar. Félagið vill hins vegar líka fá Albert og sjá til þess að álagið verði ekki of mikið á þá Marcus Thuram og Lautaro Martínez, á löngu og ströngu tímabili næsta vetur en mögulegt er að liðið þurfi að spila 70 leiki. Gazzetta bendir hins vegar einnig á að samkeppnin sé mikil og að einn af keppinautum Inter, Tottenham, hafi keypt fyrrverandi liðsfélaga Alberts, rúmenska varnarmanninn Radu Dragusin, frá Genoa í janúar fyrir 31 milljón evra. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Albert er núna staddur í Búdapest vegna leiksins við Ísrael í EM-umspilinu á fimmtudaginn. Á meðan flytur ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport fréttir af því að Inter ætli sér að fá hann í sínar raðir í sumar. Blaðið tekur fram að samkeppnin um Albert sé mikil og nefnir að Juventus og Tottenham hafi einnig spurst fyrir um Albert. Genoa er sagt vilja 30 milljónir evra fyrir Albert en það stöðvar ekki Inter. Forráðamenn félagsins vonast eftir að geta farið sambærilega leið og þegar Davide Frattesi kom frá Sassuolo síðasta sumar, með því að fá Albert fyrst lánaðan en skuldbinda sig til þess að kaupa hann. According to La Gazzetta dello Sport, Inter have joined the race to sign Albert Gudmundsson, but Juventus and Tottenham have also inquired about the Genoa star. https://t.co/xOCQUaknU1 #Gudmundsson #FCIM #Inter #Juve #Juventus #THFC #Genoa #Transfers— Football Italia (@footballitalia) March 19, 2024 Inter ætlar að nýta næstu vikur í að ná fremsta sæti í kapphlaupinu um Albert sem hefur farið á kostum í ítölsku A-deildinni í vetur og skorað tíu mörk. Inter, sem er með 14 stiga forskot á AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar, hefur þegar tryggt sér framherjann Mehdi Taremi sem kemur frítt frá Porto í sumar. Félagið vill hins vegar líka fá Albert og sjá til þess að álagið verði ekki of mikið á þá Marcus Thuram og Lautaro Martínez, á löngu og ströngu tímabili næsta vetur en mögulegt er að liðið þurfi að spila 70 leiki. Gazzetta bendir hins vegar einnig á að samkeppnin sé mikil og að einn af keppinautum Inter, Tottenham, hafi keypt fyrrverandi liðsfélaga Alberts, rúmenska varnarmanninn Radu Dragusin, frá Genoa í janúar fyrir 31 milljón evra.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti