Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 15:34 Nautgripirnir sem voru dauðir voru sjö talsins. Myndin er úr safni. Getty Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um einhvern tíma frá árinu 2021 þangað til í nóvember mánaðar 2022 misboðið nautgripum á búi sínu. Samkvæmt dómnum létust sjö nautgripanna. Bóndanum var gefið að sök að vanrækt það að fæða og vatna nautin, tryggja ekki að þeir myndu fá læknismeðferð eða að þeir yrðu aflífaðir. Heldur yfirgefa þá í bjarglausu ástandi með þeim afleiðingum að sjö nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í úthúsunum í allnokkurn tíma. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði barst fyrst tilkynning um málið þann átjánda nóvember 2022. Það var dýralæknir sem tilkynnti að sér hefðu borist upplýsingar um dauða nautgripi við heimili mannsins. Lögreglumenn fóru á vettvang og hittu manninn sem benti á nautgripina sjö, tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa. Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands.Vísir/Vilhelm „Gripirnir virðast skinhoraðir þótt erfitt sé að meta það þar sem þeir hafa legið dauðir,“ segir í skýrslu dýralæknis sem var gerð við frumrannsókn málsins þar sem vettvangur fjárhússins var ljósmyndaður, en þar mátti sjá nautgripina í tveimur stíum. Í kjölfarið ákvað Matvælastofnun að svipta manninn til bráðabirgða allri heimild til að hafa eða sjá um dýr. Síðan kærði Matvælastofnun hann til lögreglu fyrir brot á lögum um velferð dýra. Viðurkenndi að hafa ekki fóðrað gripina nægjanlega vel Bóndinn var yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum, en að hann hefði hins vegar eigi sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Þar að auki hefði heyfóðrið verið lélegt. Þá sagði hann að gripirnir hefðu veikst. Hann sagði að vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Þá sagði hann gripina hafa drepist hver af öðrum. Dómurinn sakfelldi manninn fyrir það sem honum var gefið að sök í ákærunni, en sýknaði hann af því að hafa ekki tryggt nautgripunum nægjanlegt drykkjarvatn. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára.
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira