„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 09:57 Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun peningastefnunefndar valda sér miklum vonbrigðum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira