Til þess notuðu þeir tækni sem kallast „deepfake“ en hún er notuð til að skipta út andlitum á myndum og myndböndum.
Samkvæmt frétt BBC segja forsvarsmenn lögreglunnar á Ítalíu að feðgarnir hafi fundist í kjölfar þess að rannsakendur fundu símann sem notaður var til að birta myndböndin á netinu. Myndböndin voru birt á bandarískum klámsíðum, þar sem þau voru í nokkra mánuði og skoðuð margra milljóna sinnum.
Fyrstu myndböndin voru birt árið 2022, áður en hún varð forsætisráðherra Ítalíu.
Sjá einnig: Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni
Eins og áður segir fer Meloni fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur en það samsvarar tæpum fimmtán milljónum króna. Lögmenn hennar segja að ef hún vinni muni Meloni gefa skaðabæturnar til hjálparsamtaka fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis.
Réttarhöldin munu fara fram á Sardiníu í sumar og mun Meloni sjálf bera vitni þann 2. júlí.