Vill fimmtán milljónir frá feðgum vegna klámmyndbanda Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 12:28 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. EPA/ALESSANDRO DI MEO Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur farið fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur vegna falsaðra klámmynda og myndbanda sem dreift hefur verið af henni á netinu. Fertugur maður og 73 ára faðir hans eru grunaðir um að hafa gert myndböndin og dreift þeim. Til þess notuðu þeir tækni sem kallast „deepfake“ en hún er notuð til að skipta út andlitum á myndum og myndböndum. Samkvæmt frétt BBC segja forsvarsmenn lögreglunnar á Ítalíu að feðgarnir hafi fundist í kjölfar þess að rannsakendur fundu símann sem notaður var til að birta myndböndin á netinu. Myndböndin voru birt á bandarískum klámsíðum, þar sem þau voru í nokkra mánuði og skoðuð margra milljóna sinnum. Fyrstu myndböndin voru birt árið 2022, áður en hún varð forsætisráðherra Ítalíu. Sjá einnig: Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Eins og áður segir fer Meloni fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur en það samsvarar tæpum fimmtán milljónum króna. Lögmenn hennar segja að ef hún vinni muni Meloni gefa skaðabæturnar til hjálparsamtaka fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Réttarhöldin munu fara fram á Sardiníu í sumar og mun Meloni sjálf bera vitni þann 2. júlí. Ítalía Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag. 20. október 2023 11:05 Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. 7. ágúst 2023 16:11 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Til þess notuðu þeir tækni sem kallast „deepfake“ en hún er notuð til að skipta út andlitum á myndum og myndböndum. Samkvæmt frétt BBC segja forsvarsmenn lögreglunnar á Ítalíu að feðgarnir hafi fundist í kjölfar þess að rannsakendur fundu símann sem notaður var til að birta myndböndin á netinu. Myndböndin voru birt á bandarískum klámsíðum, þar sem þau voru í nokkra mánuði og skoðuð margra milljóna sinnum. Fyrstu myndböndin voru birt árið 2022, áður en hún varð forsætisráðherra Ítalíu. Sjá einnig: Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Eins og áður segir fer Meloni fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur en það samsvarar tæpum fimmtán milljónum króna. Lögmenn hennar segja að ef hún vinni muni Meloni gefa skaðabæturnar til hjálparsamtaka fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Réttarhöldin munu fara fram á Sardiníu í sumar og mun Meloni sjálf bera vitni þann 2. júlí.
Ítalía Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag. 20. október 2023 11:05 Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. 7. ágúst 2023 16:11 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag. 20. október 2023 11:05
Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. 7. ágúst 2023 16:11
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46