Hareide fann enga pressu frá KSÍ: „Stúlkan var í fullum rétti“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 12:37 Spjótin hafa staðið á Åge Hareide vegna ummæla tengdum máli Alberts Guðmundssonar og ummæla um stöðuna á Gasa-svæðinu. vísir/Hulda Margrét Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að senda út yfirlýsingu í gær til að skýra mál sitt vegna ummæla í tengslum við kæru gegn Alberti Guðmundssyni. „Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Körfubolti Juventus í Meistaradeildarsæti Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira
„Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Körfubolti Juventus í Meistaradeildarsæti Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira
„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31
Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti