Grindvíkingar þrýsta á húsnæðismarkað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. mars 2024 18:49 Reykjanesbær. Mikil hækkun hefur verið á húsnæðisverði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði. Egill Aðalsteinsson Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemur fram að íbúðamarkaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi tekið kipp í febrúar með miklum verðhækkunum og mikilli fjölgun kaupsamninga. HMS telur að áhrifin megi rekja til íbúðakaupa Grindvíkinga. HMS tilkynnti í gær að vísitala íbúðaverðs um land allt hafi hækkað um 1,9 prósent milli mánaða í febrúar og hafi hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Verðhækkun á fjölbýlishúsum vó þar þungt, en undirvísitala fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða en á landsbyggðinni hækkaði hún um 6,4 prósent. Langmesta hækkunin er í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en þar hækkaði meðalverð á seldri íbúð úr 61,6 milljónum króna í janúar í tæpar 65 milljónir króna í febrúar. Einnig var gífurleg hækkun á sérbýlishúsum á svæðinu, en meðalkaupverð þeirra hefur hækkað úr 68 milljónum króna í nóvember 2023 í tæpar 80 milljónir króna í febrúar 2024. Meðalkaupverð íbúða í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins síðastliðin sjö ár.Tekin af vef HMS. Kaupsamningum fjölgar og veltan eykst Fjöldi kaupsamninga sem gerðir voru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins rúmlega tvöfaldaðist á milli mánaða í janúar og febrúar, en 74 kaupsamningar voru gerðir í janúar og 164 í febrúar. Þeim fjölgaði einnig á höfuðborgarsvæðinu en þar fóru þeir úr 332 í janúar í 491 í febrúar. Veltan á íbúðamarkaði jókst töluvert milli mánaða í febrúar, en hún hefur ekki aukist jafnmikið milli mánaða á svæðinu frá upphafi mælinga HMS í janúar 2014. Grindavík Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2024 18:58 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Mikil úrkoma og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemur fram að íbúðamarkaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi tekið kipp í febrúar með miklum verðhækkunum og mikilli fjölgun kaupsamninga. HMS telur að áhrifin megi rekja til íbúðakaupa Grindvíkinga. HMS tilkynnti í gær að vísitala íbúðaverðs um land allt hafi hækkað um 1,9 prósent milli mánaða í febrúar og hafi hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Verðhækkun á fjölbýlishúsum vó þar þungt, en undirvísitala fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða en á landsbyggðinni hækkaði hún um 6,4 prósent. Langmesta hækkunin er í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en þar hækkaði meðalverð á seldri íbúð úr 61,6 milljónum króna í janúar í tæpar 65 milljónir króna í febrúar. Einnig var gífurleg hækkun á sérbýlishúsum á svæðinu, en meðalkaupverð þeirra hefur hækkað úr 68 milljónum króna í nóvember 2023 í tæpar 80 milljónir króna í febrúar 2024. Meðalkaupverð íbúða í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins síðastliðin sjö ár.Tekin af vef HMS. Kaupsamningum fjölgar og veltan eykst Fjöldi kaupsamninga sem gerðir voru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins rúmlega tvöfaldaðist á milli mánaða í janúar og febrúar, en 74 kaupsamningar voru gerðir í janúar og 164 í febrúar. Þeim fjölgaði einnig á höfuðborgarsvæðinu en þar fóru þeir úr 332 í janúar í 491 í febrúar. Veltan á íbúðamarkaði jókst töluvert milli mánaða í febrúar, en hún hefur ekki aukist jafnmikið milli mánaða á svæðinu frá upphafi mælinga HMS í janúar 2014.
Grindavík Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2024 18:58 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Mikil úrkoma og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2024 18:58