Bankarnir geti lækkað eigin vexti án aðkomu Seðlabankans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. mars 2024 23:41 Forseti ASÍ bjóst við vaxtalækkun í dag. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti. „Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti. Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
„Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti.
Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10