Opinn fyrir öllu á Íslandi Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 11:32 Baldur Þór Ragnarsson á hliðarlínunni á sínum tíma sem þjálfari Tindastóls í efstu deild karla hér á landi Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem starfar sem þjálfari hjá þýska liðinu Ratiopharm í Ulm, segir endurkomu í íslenska boltann klárlega vera valmöguleika fyrir sig. Baldur hefur verið orðaður við þjálfarastöður hjá nokkrum íslenskum liðum undanfarið. Baldur, sem getið hefur af sér gott starf í þjálfun, tók stökkið út til Þýskalands árið 2022 en hann var á þeim tíma aðalþjálfari karlaliðs Tindastóls. Hann hafði stýrt Stólunum frá árinu 2019 og meðal annars komið þeim alla leið í úrslitaeinvígi efstu deildar tímabilið árið 2022. Þá hafði hann einnig starfað sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar og verið í teymi íslenska landsliðsins. Orðrómarnir varðandi mögulega heimkomu Baldurs í íslenska boltans hafa kannski mest snúið að liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls. Þjálfari liðsins, Pavel Ermolinskij, er kominn í ótímabundið veikindaleyfi og óvíst á þessum tímapunkti hvort hann muni yfir höfuð snúa aftur í þjálfarastöðu liðsins. Þú hefur verið orðaður við þjálfarastöður hér heima. Þitt gamla lið Tindastóll er í smá kröggum núna. Fyrir Baldur, er það möguleiki að snúa aftur heim og taka að sér svona gigg? „Þetta er sérstakur tími fyrir Tindastól. Sérstakar og erfiðar aðstæður. Auðvitað er ég opinn fyrir öllu á Íslandi. Hvað það er? Ég veit það ekki. Þetta er dálítið snemmt. Liðin eru enn að spila. Það á margt eftir að koma í ljós. Bæði á Sauðárkróki sem og á fleiri stöðum. Bara hvernig hlutirnir þróast. Það er bara best að fara varlega í öllum þessum málum til að reyna fá allt upp á borðið og vita hvernig málin eru að þróast. Þannig að allt sé rétt og eðlilegt.“ „Endurkoma til Íslands er valmöguleiki fyrir mig. Klárlega. Hvaða lið það er? Maður vill taka við liði hjá félagi sem er með skýra stefnu, leggur mikið í hlutina og vill vera með gott lið. Það kemur bara í ljós ef að það er eitthvað lið sem passar við það sem maður er sjálfur að hugsa. Þá er það valmöguleiki að koma heim.“ „Yrði einhver galin atburðarás að eiga sér stað“ En segjum sem svo að kallið kæmi frá félagi í Subway deildinni á næstu dögum og Baldur beðinn um að taka stökkið og taka við umræddu liði strax. Myndi það ganga upp fyrir hann? „Málið er bara að ég er á samningi hérna úti í Þýskalandi út yfirstandandi tímabil. Tímasetningin að koma heim akkúrat núna væri skrítin. Liðið sem ég þjálfa núna á einn leik eftir í deildarkeppninni og þar erum við í öðru sæti. Svo tekur við úrslitakeppni hjá okkur. Fyrir minn alþjóðlega feril væri það nær dauðadómi að stökkva bara um leið frá þessu. Ég þarf að þetta lið hafi góða sögu af segja af okkar samstarfi svo ég eigi möguleika á því að eiga von á fleiri tækifærum erlendis seinna meir. Hvenær sem það yrði. Að hætta verkefni á þessum tímapunkti væri ekki vel séð. Ég er alltaf að fara klára það sem ég skrifaði upp á að gera. Það þyrfti allavegana einhver galin atburðarás að eiga sér stað ef eitthvað annað ætti að gerast. Það þyrfti að borga mig út hér, greiða liðinu einhvern pening fyrir mig og semja við forráðamenn félagsins að þetta myndi gerast. Ég er ekki að sjá það raungerast á þessum tímapunkti.“ Sér hlutina í öðru ljósi Baldur Þór býr úti í Þýskalandi með unnustu sinni Rakel Rós Ágústsdóttur og saman eiga þau einn strák. Maður skynjar það á Baldri að bæði hann og Rakel væru til í að vera nær fjölskyldum sínum hér heima á Íslandi. „Það er alveg gaman að vera í kringum fjölskyldu og vini. Maður sér það alveg extra vel þegar að maður er búinn að vera hérna úti yfir lengri tíma. Maður sér hlutina í öðru ljósi. En á sama tíma eru þetta bara svipaðar aðstæður og komu upp þegar að ég tók stökkið út á sama tíma. Ef ég fæ allt í einu atvinnutilboð frá einhverju félagi í Meistaradeildinni, þá er erfitt að segja nei við því. Maður reynir bara að einbeita sér að því verkefni sem maður er með í höndunum núna.“ Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Baldur, sem getið hefur af sér gott starf í þjálfun, tók stökkið út til Þýskalands árið 2022 en hann var á þeim tíma aðalþjálfari karlaliðs Tindastóls. Hann hafði stýrt Stólunum frá árinu 2019 og meðal annars komið þeim alla leið í úrslitaeinvígi efstu deildar tímabilið árið 2022. Þá hafði hann einnig starfað sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar og verið í teymi íslenska landsliðsins. Orðrómarnir varðandi mögulega heimkomu Baldurs í íslenska boltans hafa kannski mest snúið að liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls. Þjálfari liðsins, Pavel Ermolinskij, er kominn í ótímabundið veikindaleyfi og óvíst á þessum tímapunkti hvort hann muni yfir höfuð snúa aftur í þjálfarastöðu liðsins. Þú hefur verið orðaður við þjálfarastöður hér heima. Þitt gamla lið Tindastóll er í smá kröggum núna. Fyrir Baldur, er það möguleiki að snúa aftur heim og taka að sér svona gigg? „Þetta er sérstakur tími fyrir Tindastól. Sérstakar og erfiðar aðstæður. Auðvitað er ég opinn fyrir öllu á Íslandi. Hvað það er? Ég veit það ekki. Þetta er dálítið snemmt. Liðin eru enn að spila. Það á margt eftir að koma í ljós. Bæði á Sauðárkróki sem og á fleiri stöðum. Bara hvernig hlutirnir þróast. Það er bara best að fara varlega í öllum þessum málum til að reyna fá allt upp á borðið og vita hvernig málin eru að þróast. Þannig að allt sé rétt og eðlilegt.“ „Endurkoma til Íslands er valmöguleiki fyrir mig. Klárlega. Hvaða lið það er? Maður vill taka við liði hjá félagi sem er með skýra stefnu, leggur mikið í hlutina og vill vera með gott lið. Það kemur bara í ljós ef að það er eitthvað lið sem passar við það sem maður er sjálfur að hugsa. Þá er það valmöguleiki að koma heim.“ „Yrði einhver galin atburðarás að eiga sér stað“ En segjum sem svo að kallið kæmi frá félagi í Subway deildinni á næstu dögum og Baldur beðinn um að taka stökkið og taka við umræddu liði strax. Myndi það ganga upp fyrir hann? „Málið er bara að ég er á samningi hérna úti í Þýskalandi út yfirstandandi tímabil. Tímasetningin að koma heim akkúrat núna væri skrítin. Liðið sem ég þjálfa núna á einn leik eftir í deildarkeppninni og þar erum við í öðru sæti. Svo tekur við úrslitakeppni hjá okkur. Fyrir minn alþjóðlega feril væri það nær dauðadómi að stökkva bara um leið frá þessu. Ég þarf að þetta lið hafi góða sögu af segja af okkar samstarfi svo ég eigi möguleika á því að eiga von á fleiri tækifærum erlendis seinna meir. Hvenær sem það yrði. Að hætta verkefni á þessum tímapunkti væri ekki vel séð. Ég er alltaf að fara klára það sem ég skrifaði upp á að gera. Það þyrfti allavegana einhver galin atburðarás að eiga sér stað ef eitthvað annað ætti að gerast. Það þyrfti að borga mig út hér, greiða liðinu einhvern pening fyrir mig og semja við forráðamenn félagsins að þetta myndi gerast. Ég er ekki að sjá það raungerast á þessum tímapunkti.“ Sér hlutina í öðru ljósi Baldur Þór býr úti í Þýskalandi með unnustu sinni Rakel Rós Ágústsdóttur og saman eiga þau einn strák. Maður skynjar það á Baldri að bæði hann og Rakel væru til í að vera nær fjölskyldum sínum hér heima á Íslandi. „Það er alveg gaman að vera í kringum fjölskyldu og vini. Maður sér það alveg extra vel þegar að maður er búinn að vera hérna úti yfir lengri tíma. Maður sér hlutina í öðru ljósi. En á sama tíma eru þetta bara svipaðar aðstæður og komu upp þegar að ég tók stökkið út á sama tíma. Ef ég fæ allt í einu atvinnutilboð frá einhverju félagi í Meistaradeildinni, þá er erfitt að segja nei við því. Maður reynir bara að einbeita sér að því verkefni sem maður er með í höndunum núna.“
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira