Lífið

Mennta­skólinn við Hamra­hlíð vann Gettu betur

Árni Sæberg skrifar
Lið MH rífur Hljóðnemann á loft.
Lið MH rífur Hljóðnemann á loft. Skjáskot/RÚV

Lið Menntaskólans við Hamrahlíð tryggði sér Hljóðnemann eftirsótta með sannfærandi sigri á lið Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum Gettu betur í kvöld.

Lið MH leiddi keppnina allt frá hraðaspurningum og tryggði sér sigurinn þegar nokkuð var eftir af stigum í pottinum þegar það komst í stöðuna 32 - 20. Lokatölur voru 32 - 24.

Lið MH skipuðu þau Atli Ársælsson, Hálfdan Árni Jónsson og Una Ragnarsdóttir. Lið MR skipuðu Áslaug Edda Kristjánsdóttir, Davíð Birgisson og Björn Diljan Hálfdánarson.


Tengdar fréttir

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×