Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íþróttadeild Vísis skrifar 21. mars 2024 22:12 Albert Guðmundsson var maður leiksins í sigri Íslands. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira